Enski boltinn

Mourinho íhugar að setja markvörð í framlínuna

Hilario gæti fengið nýtt og spennandi hlutverk í úrslitaleiknum um helgina
Hilario gæti fengið nýtt og spennandi hlutverk í úrslitaleiknum um helgina NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segir að til greina komi að markvörðurinn Hilario verði notaður sem varaframherji í úrslitaleiknum í enska bikarnum um helgina. Chelsea er í miklum vandræðum með meiðsli lykilmanna og því íhugar knattspyrnustjórinn að grípa til þessara örþrifaráða.

Ljóst þykir að þeir Michael Ballack, Arjen Robben, Ricardo Carvalho, John Obi Mikel og Andriy Shevchenko muni allir missa af úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester United á laugardaginn. Þá er bakvörðurinn Ashley Cole tæpur vegna meiðsla.

"Ef Ashley verður heill, mun ég hafa úr 15 manna hóp að ráða. Ég verð að velja á milli þess að hafa Hilario markvörð eða 16 ára strák á bekknum sem varaframherja," sagði Mourinho, sem treystir markverðinum í að spila frammi ef til þess kæmi. "Hann er alls ekkert svo slæmur framherji."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×