Fleiri fréttir Ferguson með þrjá leikmenn í sigtinu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist vera með þrjá nýja leikmenn í sigtinu sem hann hafi áhuga á að fá til félagsins í sumar. Hann vill ekki gefa upp hverjir þetta eru af ótta við að verða yfirboðinn af Chelsea. 7.5.2007 14:49 Ferna hjá Arsenal Kvennalið Arsenal undirstrikaði yfirburði sína í kvennaknattspyrnunni þegar liðið lagði Charlton 4-1 í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta var fjórði titill liðsins á tímabilinu því liðið vann deildarbikarinn, Evrópukeppni félagsliða og þá vann liðið ensku deildina fjórða árið í röð. 7.5.2007 14:44 Mourinho: Klöppum fyrir United Jose Mourinho segir Chelsea ætla að taka vel á móti keppinautum sínum í Manchester United þegar liðin mætast á Stamford Bridge í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. "Við munum klappa þeim lof í lófa þegar þeir komu inn á völlinn og óska þeim til hamingju með titilinn, því þeir gerðu slíkt hið sama fyrir okkur fyrir tveimur árum," sagði Mourinho. 7.5.2007 14:40 Keane og Berbatov leikmenn mánaðarins Framherjaparið Dimitar Berbatov og Robbie Keane hjá Tottenham voru í dag útnefndir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem liðsfélagar deila með sér heiðrinum. Báðir hafa þeir skorað 21 mark fyrir Tottenham á leiktíðinni. 7.5.2007 14:35 Ekkert varð af golfinu hjá Ferguson Sir Alex Ferguson sagðist á laugardaginn vel geta hugsað sér að fara í golf frekar en að horfa á leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Jafntefli liðanna þýddi að Manchester United tryggði sér titilinn og Ferguson viðurkennir í samtali við Independent að hann hafi horft á síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Hann segist hafa verið með hjartað í munninum af spennu. 7.5.2007 06:45 Manchester United enskur meistari Manchester United er enskur meistari árið 2007 eftir að Arsenal og Chelsea skildu jöfn 1-1 á Emirates í dag. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um að ná United að stigum fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Gilberto kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Khalid Boulahoruz braut á Julio Baptista í teignum og fékk rautt spjald. 6.5.2007 16:58 Roeder sagði af sér Breska sjónvarpið hefur greint frá því að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi sagt starfi sínu lausu í dag. Hann sat í dag stjórnarfund með forráðamönnum félagsins og niðurstaðan sú að hann hættir störfum. Árangur Newcastle hefur alls ekki staðist háleit markmið stjórnarliða í vetur. 6.5.2007 19:40 Mourinho stoltur af sínum mönnum Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea sagðist vera afar stoltur af liði sínu þrátt fyrir að það missti titilinn í hendur Manchester United í dag eftir 1-1 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann segist hugsanlega stoltari af frammistöðu þeirra í vetur en þegar liðið vann titilinn síðustu tvö ár. 6.5.2007 18:09 Drogba ekki með Chelsea Nú klukkan 15 hefst leikur Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en Chelsea þarf að sigra á Emirates í dag til að koma í veg fyrir að Manchester United verði enskur meistari. Didier Drogba er ekki í liði Chelsea í dag og er sagður meiddur á ökkla. Ashley Cole, fyrrum leikmaður Arsenal, er heldur ekki í byrjunarliði Chelsea. 6.5.2007 14:59 Sunderland hafnaði í efsta sæti 1. deildar Lærisveinar Roy Keane í Sunderland tryggðu sér í dag sigur í ensku 1. deildinni með því að bursta Luton 5-0. Birmingham tapaði á sama tíma 1-0 fyrir Preston og West Brom, sem burstaði Barnsley 7-0, mun mæta grönnum sínum í Wolves í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild. Í hinni viðureigninni um úrvalsdeildarsæti mætast Derby og Southampton. 6.5.2007 14:53 Roeder rekinn frá Newcastle? Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi verið boðaður á neyðarfund hjá stjórn félagsins í dag. Helsta umræðuefni fundarins mun vera slakur árangur liðsins á leiktíðinni og hallast flestir að því að Roeder verði látinn taka pokann sinn. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld. 6.5.2007 18:45 Aston Villa lagði Sheffield United Aston Villa vann auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er United enn í fallhættu í deildinni. Gabriel Agbonlahor, Ashey Young og Patrick Berger skoruðu mörk Villa. Wigan getur enn komist upp fyrir Sheffield í lokaumferðinni á betri markamun, en liðið hefur 38 stig í 16 sæti líkt og West Ham. 5.5.2007 18:39 West Ham af fallsvæðinu West Ham lyfti sér í dag af botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Bolton á heimavelli sínum. Wigan tapaði á sama tíma fyrir Middlesbrough á heimavelli 1-0 og missti West Ham upp fyrir sig í töflunni. Fulham krækti í gríðarlega mikilvæg stig með 1-0 sigri á Liverpool. 5.5.2007 15:52 Dabo kærir Barton Ousmane Dabo, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú formlega lagt fram kæru til lögreglu vegna árásar Joey Barton liðsfélaga síns á dögunum. Lögreglan hefur staðfest þetta og Barton hefur þegar verið settur í leikbann út leiktíðina af forráðamönnum City. 5.5.2007 15:22 Ferguson: Ætli maður skelli sér ekki í golf Sir Alex Ferguson hrósaði skapgerð sinna manna í dag eftir að Manchester United lagði granna sína í City 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki ætla að horfa á leik Arsenal og Chelsea á morgun og reiknar með því að leika frekar einn hring af golfi. 5.5.2007 15:16 United með aðra höndina á titlinum Manchester United er nú nánast búið að tryggja sér enska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrna Cristiano Ronaldo á 34. mínútu tryggði þeim rauðu sigurinn og nú verður Chelsea að vinna Arsenal á Emirates á morgun til að halda í von um titilinn. 5.5.2007 14:15 Í viðræðum um nýjan samning Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, hefur hafið viðræður um nýjan samning við félagið. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning sem tryggi honum 120 þúsund pund í vikulaun. 5.5.2007 09:30 Leeds er fallið Leeds óskaði eftir greiðslustöðvun í gær og þá var enn fremur ljóst að félagið fellur úr ensku 1. deildinni og spilar í C-deildinni 2007-08. Félag missir tíu stig við það að fara í greiðslustöðvun en með því að gera þetta núna þegar liðið átti aðeins litla möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni um helgina koma Leedsarar í veg fyrir að liðið byrji með tíu stig í mínus á næsta tímabili. 5.5.2007 05:00 Shevchenko þarf í aðgerð Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea þarf að gangast undir aðgerð á nára strax og leiktíðinni á Englandi lýkur. Nárameiðsli hans eru ástæða þess að hann missti af leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni, en forráðamenn Chelsea vonast til að geta notað hann eitthvað í síðustu leikjunum í deildinni. 3.5.2007 18:58 Rangers og Osasuna sektuð Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Glasgow Rangers og Osasuna fyrir ólæti stuðninigsmanna félaganna á leik liðanna í Evrópukeppninni í síðasta mánuði. Skoska liðið þarf að greiða 8,200 punda sekt en spænska liðið öllu meira - 31,000 pund. 3.5.2007 17:09 Kona Shevchenko með heimþrá? Ítalska dagblaðið Gazzetta Dello Sport greindi frá því í dag að kona Andriy Shevchenko hjá Chelsea hafi hringt grátandi í varaforseta AC Milan og tjáð honum að flutningur þeirra hjóna til Lundúna hafi verið stór mistök. 3.5.2007 17:02 Wenger fær enn eina sektina Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar. 3.5.2007 16:50 Whelan íhugar að höfða mál gegn West Ham Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist vera að íhuga að höfða mál á hendur West Ham og ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að West Ham hafi sloppið fáránlega vel með 5,5 milljón punda sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum og vill að minnst 10 stig verði dregin af liðinu. 3.5.2007 15:09 Ashley Cole fær óblíðar móttökur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea fær væntanlega óblíðar móttökur á Emirates vellinum á sunnudaginn þegar hann spilar sinn fyrsta leik með Chelsea á gamla heimavellinum. Stuðningsmenn Arsenal eru tilbúnir með ávexti og grænmeti sem gæti átt eftir að rigna yfir leikmanninn. 3.5.2007 14:01 Dabo íhugar að fara í mál við Barton Miðjumaðurinn Ousmane Dabo hjá Manchester City segist vera að íhuga að fara í mál við félaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi lamdi hann til óbóta á æfingu hjá félaginu á dögunum. Bresku blöðin segja að Dabo hafi litið út eins og fílamaðurinn eftir hnefahögg félaga síns. Dabo kallar Barton skræfu fyrir að kýla sig kaldan af ástæðulausu. 3.5.2007 12:31 Shevchenko fær skaðabætur frá Mirror Andriy Shevchenko, leikmanni Chelsea, hafa verið dæmdar umtalsverðar skaðabætur eftir að hann vann meiðyrðamál á hendur breska blaðinu The Mirror. Hann fór í mál við blaðið eftir að það birti greinar þar sem hann var sakaður um að vera njósnari Roman Abramovich eiganda félagsins í búningsherberginu og var sagður bera allt sem Jose Mourinho segði í eiganda félagsins. 3.5.2007 12:27 Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 19:39 Reina rændur Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun. 2.5.2007 15:41 Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum. 2.5.2007 15:03 Engin skrúðganga hjá Sunderland Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið. 2.5.2007 14:57 Benitez vill gera betur í deildinni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 2.5.2007 14:53 Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár. 2.5.2007 14:48 Joey Barton í banni út leiktíðina Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn. 1.5.2007 18:57 Sjá næstu 50 fréttir
Ferguson með þrjá leikmenn í sigtinu Sir Alex Ferguson hjá Manchester United segist vera með þrjá nýja leikmenn í sigtinu sem hann hafi áhuga á að fá til félagsins í sumar. Hann vill ekki gefa upp hverjir þetta eru af ótta við að verða yfirboðinn af Chelsea. 7.5.2007 14:49
Ferna hjá Arsenal Kvennalið Arsenal undirstrikaði yfirburði sína í kvennaknattspyrnunni þegar liðið lagði Charlton 4-1 í úrslitaleik enska bikarsins. Þetta var fjórði titill liðsins á tímabilinu því liðið vann deildarbikarinn, Evrópukeppni félagsliða og þá vann liðið ensku deildina fjórða árið í röð. 7.5.2007 14:44
Mourinho: Klöppum fyrir United Jose Mourinho segir Chelsea ætla að taka vel á móti keppinautum sínum í Manchester United þegar liðin mætast á Stamford Bridge í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn. "Við munum klappa þeim lof í lófa þegar þeir komu inn á völlinn og óska þeim til hamingju með titilinn, því þeir gerðu slíkt hið sama fyrir okkur fyrir tveimur árum," sagði Mourinho. 7.5.2007 14:40
Keane og Berbatov leikmenn mánaðarins Framherjaparið Dimitar Berbatov og Robbie Keane hjá Tottenham voru í dag útnefndir leikmenn mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem liðsfélagar deila með sér heiðrinum. Báðir hafa þeir skorað 21 mark fyrir Tottenham á leiktíðinni. 7.5.2007 14:35
Ekkert varð af golfinu hjá Ferguson Sir Alex Ferguson sagðist á laugardaginn vel geta hugsað sér að fara í golf frekar en að horfa á leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Jafntefli liðanna þýddi að Manchester United tryggði sér titilinn og Ferguson viðurkennir í samtali við Independent að hann hafi horft á síðustu 15 mínúturnar í leiknum. Hann segist hafa verið með hjartað í munninum af spennu. 7.5.2007 06:45
Manchester United enskur meistari Manchester United er enskur meistari árið 2007 eftir að Arsenal og Chelsea skildu jöfn 1-1 á Emirates í dag. Chelsea þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um að ná United að stigum fyrir leik liðanna í lokaumferðinni. Gilberto kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að Khalid Boulahoruz braut á Julio Baptista í teignum og fékk rautt spjald. 6.5.2007 16:58
Roeder sagði af sér Breska sjónvarpið hefur greint frá því að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi sagt starfi sínu lausu í dag. Hann sat í dag stjórnarfund með forráðamönnum félagsins og niðurstaðan sú að hann hættir störfum. Árangur Newcastle hefur alls ekki staðist háleit markmið stjórnarliða í vetur. 6.5.2007 19:40
Mourinho stoltur af sínum mönnum Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea sagðist vera afar stoltur af liði sínu þrátt fyrir að það missti titilinn í hendur Manchester United í dag eftir 1-1 jafntefli við Arsenal á útivelli. Hann segist hugsanlega stoltari af frammistöðu þeirra í vetur en þegar liðið vann titilinn síðustu tvö ár. 6.5.2007 18:09
Drogba ekki með Chelsea Nú klukkan 15 hefst leikur Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en Chelsea þarf að sigra á Emirates í dag til að koma í veg fyrir að Manchester United verði enskur meistari. Didier Drogba er ekki í liði Chelsea í dag og er sagður meiddur á ökkla. Ashley Cole, fyrrum leikmaður Arsenal, er heldur ekki í byrjunarliði Chelsea. 6.5.2007 14:59
Sunderland hafnaði í efsta sæti 1. deildar Lærisveinar Roy Keane í Sunderland tryggðu sér í dag sigur í ensku 1. deildinni með því að bursta Luton 5-0. Birmingham tapaði á sama tíma 1-0 fyrir Preston og West Brom, sem burstaði Barnsley 7-0, mun mæta grönnum sínum í Wolves í úrslitakeppninni um sæti í úrvalsdeild. Í hinni viðureigninni um úrvalsdeildarsæti mætast Derby og Southampton. 6.5.2007 14:53
Roeder rekinn frá Newcastle? Sky sjónvarpsstöðin greindi frá því nú fyrir stundu að Glenn Roeder, stjóri Newcastle, hafi verið boðaður á neyðarfund hjá stjórn félagsins í dag. Helsta umræðuefni fundarins mun vera slakur árangur liðsins á leiktíðinni og hallast flestir að því að Roeder verði látinn taka pokann sinn. Frekari frétta er að vænta af þessu máli í kvöld. 6.5.2007 18:45
Aston Villa lagði Sheffield United Aston Villa vann auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er United enn í fallhættu í deildinni. Gabriel Agbonlahor, Ashey Young og Patrick Berger skoruðu mörk Villa. Wigan getur enn komist upp fyrir Sheffield í lokaumferðinni á betri markamun, en liðið hefur 38 stig í 16 sæti líkt og West Ham. 5.5.2007 18:39
West Ham af fallsvæðinu West Ham lyfti sér í dag af botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Bolton á heimavelli sínum. Wigan tapaði á sama tíma fyrir Middlesbrough á heimavelli 1-0 og missti West Ham upp fyrir sig í töflunni. Fulham krækti í gríðarlega mikilvæg stig með 1-0 sigri á Liverpool. 5.5.2007 15:52
Dabo kærir Barton Ousmane Dabo, leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú formlega lagt fram kæru til lögreglu vegna árásar Joey Barton liðsfélaga síns á dögunum. Lögreglan hefur staðfest þetta og Barton hefur þegar verið settur í leikbann út leiktíðina af forráðamönnum City. 5.5.2007 15:22
Ferguson: Ætli maður skelli sér ekki í golf Sir Alex Ferguson hrósaði skapgerð sinna manna í dag eftir að Manchester United lagði granna sína í City 1-0 í ensku úrvalsdeildinni. Hann segist ekki ætla að horfa á leik Arsenal og Chelsea á morgun og reiknar með því að leika frekar einn hring af golfi. 5.5.2007 15:16
United með aðra höndina á titlinum Manchester United er nú nánast búið að tryggja sér enska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í Manchester City í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Vítaspyrna Cristiano Ronaldo á 34. mínútu tryggði þeim rauðu sigurinn og nú verður Chelsea að vinna Arsenal á Emirates á morgun til að halda í von um titilinn. 5.5.2007 14:15
Í viðræðum um nýjan samning Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, hefur hafið viðræður um nýjan samning við félagið. Búist er við því að hann skrifi undir nýjan fjögurra ára samning sem tryggi honum 120 þúsund pund í vikulaun. 5.5.2007 09:30
Leeds er fallið Leeds óskaði eftir greiðslustöðvun í gær og þá var enn fremur ljóst að félagið fellur úr ensku 1. deildinni og spilar í C-deildinni 2007-08. Félag missir tíu stig við það að fara í greiðslustöðvun en með því að gera þetta núna þegar liðið átti aðeins litla möguleika á að bjarga sér í lokaumferðinni um helgina koma Leedsarar í veg fyrir að liðið byrji með tíu stig í mínus á næsta tímabili. 5.5.2007 05:00
Shevchenko þarf í aðgerð Framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea þarf að gangast undir aðgerð á nára strax og leiktíðinni á Englandi lýkur. Nárameiðsli hans eru ástæða þess að hann missti af leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni, en forráðamenn Chelsea vonast til að geta notað hann eitthvað í síðustu leikjunum í deildinni. 3.5.2007 18:58
Rangers og Osasuna sektuð Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Glasgow Rangers og Osasuna fyrir ólæti stuðninigsmanna félaganna á leik liðanna í Evrópukeppninni í síðasta mánuði. Skoska liðið þarf að greiða 8,200 punda sekt en spænska liðið öllu meira - 31,000 pund. 3.5.2007 17:09
Kona Shevchenko með heimþrá? Ítalska dagblaðið Gazzetta Dello Sport greindi frá því í dag að kona Andriy Shevchenko hjá Chelsea hafi hringt grátandi í varaforseta AC Milan og tjáð honum að flutningur þeirra hjóna til Lundúna hafi verið stór mistök. 3.5.2007 17:02
Wenger fær enn eina sektina Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur nú þurft að punga út tæpum tveimur milljónum króna í sektargreiðslur á leiktíðinni. Hann var í dag sektaður og áminntur enn eina ferðina af aganefnd enska knattspyrnusambandsins, fyrir ummæli sem hann lét falla eftir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum í febrúar. 3.5.2007 16:50
Whelan íhugar að höfða mál gegn West Ham Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan í ensku úrvalsdeildinni, segist vera að íhuga að höfða mál á hendur West Ham og ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að West Ham hafi sloppið fáránlega vel með 5,5 milljón punda sekt fyrir að tefla fram ólöglegum leikmönnum og vill að minnst 10 stig verði dregin af liðinu. 3.5.2007 15:09
Ashley Cole fær óblíðar móttökur Bakvörðurinn Ashley Cole hjá Chelsea fær væntanlega óblíðar móttökur á Emirates vellinum á sunnudaginn þegar hann spilar sinn fyrsta leik með Chelsea á gamla heimavellinum. Stuðningsmenn Arsenal eru tilbúnir með ávexti og grænmeti sem gæti átt eftir að rigna yfir leikmanninn. 3.5.2007 14:01
Dabo íhugar að fara í mál við Barton Miðjumaðurinn Ousmane Dabo hjá Manchester City segist vera að íhuga að fara í mál við félaga sinn Joey Barton eftir að sá síðarnefndi lamdi hann til óbóta á æfingu hjá félaginu á dögunum. Bresku blöðin segja að Dabo hafi litið út eins og fílamaðurinn eftir hnefahögg félaga síns. Dabo kallar Barton skræfu fyrir að kýla sig kaldan af ástæðulausu. 3.5.2007 12:31
Shevchenko fær skaðabætur frá Mirror Andriy Shevchenko, leikmanni Chelsea, hafa verið dæmdar umtalsverðar skaðabætur eftir að hann vann meiðyrðamál á hendur breska blaðinu The Mirror. Hann fór í mál við blaðið eftir að það birti greinar þar sem hann var sakaður um að vera njósnari Roman Abramovich eiganda félagsins í búningsherberginu og var sagður bera allt sem Jose Mourinho segði í eiganda félagsins. 3.5.2007 12:27
Heiðursforseti Chelsea ferst í þyrluslysi Lögregla og björgunarsveitir í Bretlandi rannsaka nú flak einkaþyrlu sem hrapaði í Cambridge-skýri í morgun. Um borð var heiðursforseti í stjórn breska knattspyrnuliðsins Chelsea og var hann ásamt tveimur öðrum farþegum og þyrluflugmanni á leið frá Liverpool. 2.5.2007 19:39
Reina rændur Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool var hetja liðsins í sigrinum á Chelsea í gær, en kvöldið var þó ekki eintóm hamingja hjá kappanum. Innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans á meðan leiknum stóð og stálu öllu steini léttara. Þá var Porche-jeppa hans stolið og fannst hann úrbræddur í vegkanti í morgun. 2.5.2007 15:41
Vieira: Wenger gæti farið fá Arsenal Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter Milan og fyrrum fyrirliði Arsenal, segist viss um að Arsene Wenger muni hugsa sig vel um áður en hann samþykki að framlengja samning sinn við félagið eftir að David Dein fór frá félaginu á dögunum. 2.5.2007 15:03
Engin skrúðganga hjá Sunderland Forráðamenn Sunderland hafa ákveðið að afþakka boð borgaryfirvalda um að halda skrúðgöngu í tilefni þess að liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni á ný. Þetta segja þeir til marks um nýja stefnu félagsins, sem ætli sér annað og meira en bara að tryggja sér úrvalsdeildarsætið. 2.5.2007 14:57
Benitez vill gera betur í deildinni Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir gríðarlega mikilvægt fyrir félagið að ná góðum árangri í Meistaradeildinni, en segir tíma til kominn að veita Manchester United og Chelsea meiri samkeppni í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili. 2.5.2007 14:53
Ranieri efst um framtíð Mourinho hjá Chelsea Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, segir að tap liðsins fyrir Liverpool í gær varpi skugga yfir framtíð Jose Mourinho hjá félaginu á ný. Hann segir ólíklegt að Mourinho haldi starfi sínu ef hann vinnur ekki annað en deildarbikarinn í ár. 2.5.2007 14:48
Joey Barton í banni út leiktíðina Vandræðagemlingurinn Joey Barton hjá Manchester City er enn búinn að koma sér í fréttirnar á röngum forsendum. Félagið tilkynnti í dag að miðjumaðurinn kæmi ekki meira við sögu með liðinu út leiktíðina, því hann hefði verið settur í bann fyrir að slást við félaga sinn Ousmane Dabo á æfingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barton kemur sér í vandræði vegna óláta sinna og nú missir hann meðal annars af grannaslagnum við United á laugardaginn þar sem þeir rauðu geta tryggt sér meistaratitilinn. 1.5.2007 18:57