Fleiri fréttir

KR-ingar ætla að fagna á Rauða ljóninu

KR-ingar ætla að gera sér glaðan dag á morgun og fagna tvennunni með stuðningsmönnum sínum með stæl. Sigurhátið KR-inga mun fara fram á Rauða ljóninu.

Dofri samdi við KR til 2013

Dofri Snorrason skrifaði í dag undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara KR og gildir sá til loka tímabilsins 2013.

Daníel og Christiansen gerðu nýja samninga

Tveir leikmenn í Pepsi-deild karla gerðu í dag nýja samninga við sín félög. Þetta eru þeir Daníel Laxdal, Stjörnunni, og Daninn Rasmus Christiansen hjá ÍBV.

Óli Þórðar stýrir Fylki gegn FH á morgun

Þó svo Ólafur Þórðarson sé á förum frá Fylki þá mun hann klára tímabilið með félaginu og stýra því gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun.

Tíu marka maður fjögur ár í röð

Atli Viðar Björnsson hefur raðað inn mörkum í FH-liðinu undanfarin ár og hefur nú náð einstökum árangri í efstu deild á Íslandi. Atli Viðar er fyrstur til að ná fernunni – að skora tíu mörk eða fleiri fjögur sumur í röð.

Eyjólfur valdi fimm nýliða í hópinn fyrir Englandsleikinn

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Englendingum í undankeppni EM. Leikið verður á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 6. október. Fimm nýliðar eru í hópnum og þá leika 14 leikmenn, af 18 manna hóp, með félagsliðum hér á landi.

Ólafur búinn að velja Portúgalshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið hópinn mætir Portúgal í undankeppni EM en leikið verður í Porto, föstudaginn 7. október. Þetta er lokaleikur Íslands í riðlinum og síðasti leikur íslenska A-landsliðsins undir stjórn Ólafs.

Fotbollskanalen: Lars Lagerbäck er í viðræðum við KSÍ

Sænski vefmiðillinn, Fotbollskanalen, hefur heimildir fyrir því að Lars Lagerbäck sé í viðræðum við íslenska knattspyrnusambandið um að taka við íslenska landsliðinu. Lagerbäck hitti forseta austurríska sambandsins í vikunni en síðan varð ekkert úr því að hann tæki við landsliði Austurríkis.

Geir: Það hvílir leynd yfir þessu

Það hefur lítið heyrst frá KSÍ vegna yfirvofandi ráðningar á nýjum landsliðsþjálfara en Ólafur Jóhannesson stýrir brátt sínum síðasta leik.

Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn

Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn.

Hlynur: Hélt að þær væru sterkari

Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Þórs/KA, bjóst við meiru af Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 6-0 en þjálfarinn er stoltur af leikmönnum sínum.

Helena: Gaman að mæta góðum leikmönnum

"Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri.

Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri

Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam.

Sandra María: Eins og strákarnir væru að mæta Barcelona

Þór/KA mætir þýska stórliðinu Turbine Potsdam í Meistaradeild kvenna í fótbolta á morgun í fyrsta Evrópuleik norðanstúlkna frá upphafi og það er ekkert smálið komið í heimsókn. Turbine Potsdam hefur komist alla leið í úrslitaleik keppninnar undanfarin tvö ár og vann Meistaradeildina 2010.

Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

KR setti met í meistaratvennum

KR-ingar eru tvöfaldir meistarar í ár í bæði fótbolta og körfubolta og er þetta í fjórða sinn sem KR-ingar vinna Íslandsmeistaratitil á sama ári í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum. Þeir fóru með því fram úr Valsmönnum sem hafa þrisvar unnið Íslandsmeistaratvennu.

Pepsimörkin: Ítarlegt viðtal við Rúnar Kristinsson

Rúnar Kristinsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR mætti í Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær. Þar fór þjálfarinn yfir ýmsa hluti með þeim Herði Magnússyni, Reyni Leóssyni og Hjörvari Hafliðasyni.

Pepsimörkin: Tilþrif og taktar frá 21. umferð

Að venju voru öll mörkin úr næst síðustu umferð Pepsideildar karla sýnd í markaþættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og botnbaráttan er gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Pepsimörkin: Brot af því besta frá Íslandsmeistaraliði KR

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla í gær með 3-2 sigri gegn Fylki í næst síðustu umferð Pepsideildarinnar. Í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær var sýnt myndband með broti af því besta frá KR í sumar.

KR-ingar misstu sig (og Rúnar) í fagnaðarlátunum - myndir

KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Vesturbænum í gær. Titillinn var sá tuttugasti og fimmti í sögu félagsins og sá fyrsti sem Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, vinnur. Hann fékk flugferð frá leikmönnum liðsins en lendingin var ekki eins og best verður á kosið.

Tryggvi borinn blóðugur af velli - myndir

Eyjamenn misstu Íslandsmeistaratitilinn til KR og annað sætið til FH-inga þegar þeir töpuðu 2-4 fyrir FH í Kaplakrikanum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Eyjamenn misstu líka Tryggva Guðmundsson af velli eftir aðeins fimmtán mínútur eftir að Tryggvi fékk stóran skurð á höfuðið eftir brot Hákons Atla Hallfreðssonar.

Fimmta stjarnan á KR-búninginn

KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og eru vel að titlinum komnir.

Umfjöllun Vísis um leiki dagsins

Næstsíðasta umferðar Pepsi-deild karla, sú 21. í röðinni, fór fram í dag og þar tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn og þar með tvöfaldan sigur í ár. Spennan er hinsvegar gríðarleg í fallbaráttunni fyrir síðustu umferðina og þá eiga Stjörnumenn enn möguleika að ná þriðja sætinu af ÍBV eftir stórsigur Stjörnunnar á Val. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað.

Dofri Snorrason: Gleymdi fagninu

"Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er bara þannig,“ sagði Dofri Snorrason hetja KR-inga. Dofri skoraði sigurmark KR-inga í 3-2 sigrinum á Fylki og tryggði þeim ÍSlandsmeistaratitilinn.

Ólafur Örn: Vorum afar óskynsamir

„Það var vitað mál að sigur hér í dag hefði sett okkur í mjög góða stöðu. Þetta er því mjög svekkjandi niðurstaða,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður og þjálfari Grindavíkur eftir tap sinna manna gegn Fram í dag, 2-1.

Þorvaldur: Aldrei rólegir leikir í Grindavík

Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, vildi bíða með öll fagnaðarlæti þó svo að lið hans sé komið úr fallsæti í Pepsi-deild karla í fyrsta sinn í mjög langan tíma.

Heimir Guðjónsson: Fórum of seint af stað í sumar

Heimir Guðjónsson þjálfari FH sá lið sitt tryggja Evrópusæti að ári með 4-2 sigri á ÍBV í kvöld en fögnuðurinn í leikslok var enginn í ljósi þess að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Rúnar: Vissi að við gætum gert tilkall til beggja titla

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði það stóra stund fyrir uppalinn KR-ing að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Rúnar náði ekki í þann stóra sem leikmaður en hefur stýrt KR til sigurs í deild og bikar á sínu fyrsta heila tímabili með liðið.

Heimir Hallgríms: Sama spjald fyrir að opna höfuð og sparka í brúsa

Heimir Hallgrímsson var eðlilega svekktur eftir tapið gegn FH í kvöld og fannst honum hans menn eiga meira skilið út úr leiknum en það sem lokatölurnar gáfu. Hann var ekki síst ósáttur við að Hákon Atli Hallfreðsson fékk að hanga inni á vellinum fyrir að sparka í höfuð Tryggva Guðmundssonar sem þurfti að yfirgefa völlinn snemma leiks.

Willum Þór: Við vorum einfaldlega ekki með í byrjun leiks

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var skiljanlega fúll með 1-2 tap sinna manna á móti Víkingum í Fossvoginum í dag. Við Keflvíkingum blasir því við leikur upp á líf eða dauða gegn Þór í lokaumferðinni.

Ögmundur: Við erum með frábært lið

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, átti stórleik í Grindavík í dag þó svo að hann hafi fengið þungt höfuðhögg í upphafi síðari hálfleiks. Ögmundur hélt þó áfram og Fram vann 2-1 sigur.

Bjarnólfur: Jákvætt að vera loksins byrjaðir að vinna

Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga var glaðbeittur í leikslok eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi-deildinni í dag. Það hefur það ekki verið algengt að sjá Víkinga innbyrða þrjú stig í knattspyrnuleik í sumar enda er liðið fallið úr deildinni.

Bjarni: Frábært tímabil hjá okkur

„Við komum einfaldlega betur stemmdari til leiks í kvöld,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 5-0 sigur gegn Val í Garðabænum í kvöld.

Grétar Sigfinnur: Mætum með fimm stjörnur á Hlíðarenda

"Það er virkilega gaman að vinna tvöfalt. Bara frábært ár hjá KR. Við unnum tvöfalt í körfunni og tvöfalt í fótboltanum. Maður verður ekki þreyttur á að segja það,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson sigurreifur miðvörður KR.

Kristján: Vorum niðurlægðir

„Við vorum hreinlega niðurlægðir í kvöld,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn gegn Stjörnunni.

Páll Viðar: Bítlabær here we come!

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að Blikar hafi átt skilið að vinna sína menn í dag, 1-2. Þór getur enn fallið eftir tapið og mætir Keflavík í síðustu umferðinni.

Sjá næstu 50 fréttir