Íslenski boltinn

Dofri samdi við KR til 2013

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dofri Snorrason í leik með KR.
Dofri Snorrason í leik með KR. Mynd/Anton
Dofri Snorrason skrifaði í dag undir nýjan samning við Íslands- og bikarmeistara KR og gildir sá til loka tímabilsins 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Dofri er uppalinn KR-ingur en hann er á 21. aldursári. Gamli samningurinn átti að renna út þann 16. október næstkomandi en Dofri hefur spilað mjög vel að undanförnu.

Hann tryggði sínum mönnum til að mynda 3-2 sigur á Fylki um síðustu helgi en með sigrinum tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla í ár.

Var það fyrsta mark hans í deildinni í ár en hann skoraði einnig í einum bikarleik á tímabilinu. Á síðustu leiktíð var hann í láni hjá Víking og skoraði þá sjö mörk í sextán leikjum. Alls á hann að baki 43 leiki og níu mörk í deild og bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×