Íslenski boltinn

Björn Daníel búinn að gera nýjan tveggja ára samning við FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson hefur gert nýjan tveggja ára samning við FH en Björn Daníel hefur spilað stórt hlutverk með FH-liðinu síðustu árin. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu FH, www.fhingar.net.

Björn Daníel hefur verið með betri mönnum FH-liðsins í sumar en hann hefur bæði spilað á miðjunni og sem vinstri bakvörður. Björn Daníel hefur komið að 6 mörkum FH í sumar, skorað 3 sjálfur og gefið 3 stoðsendingar að auki.

Björn Daníel, sem er 21 árs gamall, hefur alls leikið 65 leiki fyrir FH í efstu deild og úrvalsdeildarmörkin eru orðin þrettán.

FH-ingar eru greinilega komnir á fullt að ganga frá samningamálum sínum því félagið gerði tveggja ára samning við þjálfarann Heimi Guðjónsson í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×