Íslenski boltinn

Gríðarleg fallbarátta - umfangsmikil útsending á Stöð 2 sport

Lokaumferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla fer fram á morgun þar sem

fjögur lið berjast um að falla ekki um deild ásamt Víkingum. Keflavík, Fram, Þór og

Grindavík geta öll fallið en þeir síðastnefndu eru í verstu stöðunni.

Leikur Keflavíkur og Þórs verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í dag, laugardag, en viðamikil útsending verður frá lokaumferðinni. Áhorfendur ættu ekki að missa af neinu því skipt verður á milli valla ef mörk verða skoruð í Vestmannaeyjum eða á Laugardalsvelli.

Lokaþátturinn í Pepsismörkunum fer í loftið kl. 16.20 á laugardag og verður þátturinn um tveggja tíma langur þar sem keppnistímabilið verður gert upp.

Hjörvar Hafliðason sérfræðingur Stöðvar 2 sport í Pepsimörkunum segir að Grindvíkingar séu í mjög erfiðri stöðu en þeir leika gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. "Jafntefli gæti nægt Grindvíkingum ef Þór tapar með tveggja marka mun gegn Keflavík," segir Hjörvar m.a. í viðtali sem Hans Steinar Bjarnason tók við hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×