Íslenski boltinn

Fylkismenn efndu ekki loforð við Ólaf um kaup á leikmönnum

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Mynd/Vilhelm
Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis hefur sagt upp störfum. Ólafur hefur þjálfað Fylki undanfarin þrjú ár en stýrir liðinu í síðasta sinn á morgun gegn FH í lokaumferð Pepsídeildarinnar.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Ólafur ósáttur við að stjórn Fylkis hefur ekki efnt loforð um kaup á leikmönnum en rekstrarumhverfi knattspyrnufélaga hefur verið erfitt í sumar eins og mörg félög hafa fengið að kynnast. Ólafur tilkynnti stjórninni ákvörðun sína í vikunni.

Lítil breidd er í leikmannahópi Fylkis sem hefur misst lykilmenn í meiðsli og út í atvinnumennsku. Fylkir er eina liðið í Pepsídeildinni sem hefur siglt lygnan sjó undanfarið, er hvorki í baráttu um titil né Evrópusæti og er heldur ekki í fallhættu. Liðið hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum og er í sjötta sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×