Íslenski boltinn

KR-ingar ætla að fagna á Rauða ljóninu

KR-ingar ætla að gera sér glaðan dag á morgun og fagna tvennunni með stuðningsmönnum sínum með stæl. Sigurhátið KR-inga mun fara fram á Rauða ljóninu.

KR-ingar ætla að hittast á Eiðistorgi eftir leikinn gegn Val á morgun og klukkan 21.00 koma Íslandsmeistararnir sjálfir á svæðið.

Hljómsveitin Fimm á Richter ásamt Bryndísi Ásmunds mun svo keyra upp stemninguna fram eftir nóttu.

Útvarp KR 98,3 verður svo með beina útsendingu frá leiknum á Vodafonevellinum á morgun en útsendingin hefst klukkan 13.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×