Íslenski boltinn

KR-ingar misstu sig (og Rúnar) í fagnaðarlátunum - myndir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Vesturbænum í gær. Titillinn var sá tuttugasti og fimmti í sögu félagsins og sá fyrsti sem Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, vinnur. Hann fékk flugferð frá leikmönnum liðsins en lendingin var ekki eins og best verður á kosið.

Vesturbæingar fjölmenntu á völlinn í gær en 3.001 áhorfandi var mættur í Frostaskjólið. Líklegt má telja að fögnuður leikmanna, þjálfara og stuðningsmanna KR hafi staðið fram á nótt.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, lét sig ekki vanta þegar Íslandsmeistaratitillinn fór á loft og smellti af þessum myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×