Umfjöllun Vísis um leiki dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2011 21:00 Mynd/Daníel Næstsíðasta umferðar Pepsi-deild karla, sú 21. í röðinni, fór fram í dag og þar tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn og þar með tvöfaldan sigur í ár. Spennan er hinsvegar gríðarleg í fallbaráttunni fyrir síðustu umferðina og þá eiga Stjörnumenn enn möguleika að ná þriðja sætinu af ÍBV eftir stórsigur Stjörnunnar á Val. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. KR-ingar tryggðu sér 25. íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta í átta ár eftir 3-2 sigur á Fylki á KR-vellinum. Dofri Snorrason skoraði sigurmarkið og tryggði KR titilinn en Bjarni Guðjónsson og Baldur Sigurðsson höfðu áður komið KR yfir í sitthvorum hálfleiknum. FH-ingar tryggðu sér Evrópusætið og komust upp fyrir ÍBV og í annað sætið með því að vinna 4-2 sigur á Eyjamönnum í Kaplakrika. Atlarnir tveir, Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson, skoruðu báðir tvö mörk en ÍBV missti Tryggva Guðmundsson meiddan af velli eftir korter. Stjörnumenn eiga enn möguleika á þriðja sætið eftir 5-0 stórsigur á Valsmönnum. Garðar Jóhannsson skoraði tvö markanna og hefur þar með skora fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Framarar komust upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Grindvíkingum sem sitja núna í 11. sæti einu stigi á eftir Þór, Fram og Keflavík. Hlynur Atli Magnússon tryggði Fram fjórða sigurinn í sex leikjum með því að skora sigurmarkið á 78. mínútu. Blikar björguðu sér endanlega frá falli með 2-1 sigri á Þór fyrir norðan. kristinn Steindórsson tryggði Blikum þrjú stig og þar með sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2012 með sínu fyrsta marki á útivelli í sumar. Víkingar fögnuðu síðan sínum öðrum sigri í röð þegar þeir unnu Keflavík 2-1 á Víkingsvellinum. Víkingar hafa því unnið báða leiki sína síðan þeir féllu úr deildinni en Keflvíkingar töpuðu þarna í þriðja sinn á innan við viku og eiga það enn á hættu að falla úr deildinni.KR-Fylkir 3-2Umfjöllun: Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá KRRúnar: Vissi að við gætum gert tilkall til beggja titlaGrétar Sigfinnur: Mætum með fimm stjörnur á HlíðarendaAlbert Brynjar: Sást á spjöldunum að við vorum í baráttunniDofri Snorrason: Gleymdi fagninuFH-ÍBV 4-2Umfjöllun: FH ósigrað á heimavelli í sumarHeimir Guðjónsson: Fórum of seint af stað í sumarHeimir Hallgríms: Sama spjald fyrir að opna höfuð og sparka í brúsaStjarnan-Valur 5-0Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinuBjarni: Frábært tímabil hjá okkurKristján: Vorum niðurlægðirGarðar: Ekki séns að leyfa Halldóri að taka vítiðGrindavík-Fram 1-2Umfjöllun: Hlynur Atli kom Fram úr fallsætiÓlafur Örn: Vorum afar óskynsamirÞorvaldur: Aldrei rólegir leikir í GrindavíkÖgmundur: Við erum með frábært liðÞór-Breiðablik 1-2Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falliÓlafur Kristjánsson: Rangar tilfinningar hjá okkur í sumarSveinn: Áhugaleysi að okkar hálfuPáll Viðar: Bítlabær here we come!Atli: Ekki töff að vera í 1. deild í EvrópukeppniKristinn: Kjaftæði að ég geti ekki skorað á útivelliVíkingur-Keflavík 2-1Umfjöllun: Víkingar á sigurbrautBjarnólfur: Jákvætt að vera loksins byrjaðir að vinnaWillum Þór: Við vorum einfaldlega ekki með í byrjun leiks Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Næstsíðasta umferðar Pepsi-deild karla, sú 21. í röðinni, fór fram í dag og þar tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn og þar með tvöfaldan sigur í ár. Spennan er hinsvegar gríðarleg í fallbaráttunni fyrir síðustu umferðina og þá eiga Stjörnumenn enn möguleika að ná þriðja sætinu af ÍBV eftir stórsigur Stjörnunnar á Val. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. KR-ingar tryggðu sér 25. íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins og þann fyrsta í átta ár eftir 3-2 sigur á Fylki á KR-vellinum. Dofri Snorrason skoraði sigurmarkið og tryggði KR titilinn en Bjarni Guðjónsson og Baldur Sigurðsson höfðu áður komið KR yfir í sitthvorum hálfleiknum. FH-ingar tryggðu sér Evrópusætið og komust upp fyrir ÍBV og í annað sætið með því að vinna 4-2 sigur á Eyjamönnum í Kaplakrika. Atlarnir tveir, Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson, skoruðu báðir tvö mörk en ÍBV missti Tryggva Guðmundsson meiddan af velli eftir korter. Stjörnumenn eiga enn möguleika á þriðja sætið eftir 5-0 stórsigur á Valsmönnum. Garðar Jóhannsson skoraði tvö markanna og hefur þar með skora fimmtán mörk í Pepsi-deildinni í sumar. Framarar komust upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Grindvíkingum sem sitja núna í 11. sæti einu stigi á eftir Þór, Fram og Keflavík. Hlynur Atli Magnússon tryggði Fram fjórða sigurinn í sex leikjum með því að skora sigurmarkið á 78. mínútu. Blikar björguðu sér endanlega frá falli með 2-1 sigri á Þór fyrir norðan. kristinn Steindórsson tryggði Blikum þrjú stig og þar með sæti í Pepsi-deildinni sumarið 2012 með sínu fyrsta marki á útivelli í sumar. Víkingar fögnuðu síðan sínum öðrum sigri í röð þegar þeir unnu Keflavík 2-1 á Víkingsvellinum. Víkingar hafa því unnið báða leiki sína síðan þeir féllu úr deildinni en Keflvíkingar töpuðu þarna í þriðja sinn á innan við viku og eiga það enn á hættu að falla úr deildinni.KR-Fylkir 3-2Umfjöllun: Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitillinn í höfn hjá KRRúnar: Vissi að við gætum gert tilkall til beggja titlaGrétar Sigfinnur: Mætum með fimm stjörnur á HlíðarendaAlbert Brynjar: Sást á spjöldunum að við vorum í baráttunniDofri Snorrason: Gleymdi fagninuFH-ÍBV 4-2Umfjöllun: FH ósigrað á heimavelli í sumarHeimir Guðjónsson: Fórum of seint af stað í sumarHeimir Hallgríms: Sama spjald fyrir að opna höfuð og sparka í brúsaStjarnan-Valur 5-0Umfjöllun: Stjarnan niðurlægði Val á teppinuBjarni: Frábært tímabil hjá okkurKristján: Vorum niðurlægðirGarðar: Ekki séns að leyfa Halldóri að taka vítiðGrindavík-Fram 1-2Umfjöllun: Hlynur Atli kom Fram úr fallsætiÓlafur Örn: Vorum afar óskynsamirÞorvaldur: Aldrei rólegir leikir í GrindavíkÖgmundur: Við erum með frábært liðÞór-Breiðablik 1-2Umfjöllun: Blikar björguðu sér frá falliÓlafur Kristjánsson: Rangar tilfinningar hjá okkur í sumarSveinn: Áhugaleysi að okkar hálfuPáll Viðar: Bítlabær here we come!Atli: Ekki töff að vera í 1. deild í EvrópukeppniKristinn: Kjaftæði að ég geti ekki skorað á útivelliVíkingur-Keflavík 2-1Umfjöllun: Víkingar á sigurbrautBjarnólfur: Jákvætt að vera loksins byrjaðir að vinnaWillum Þór: Við vorum einfaldlega ekki með í byrjun leiks
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira