Grétar Sigfinnur: Mætum með fimm stjörnur á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 18:57 „Það er virkilega gaman að vinna tvöfalt. Bara frábært ár hjá KR. Við unnum tvöfalt í körfunni og tvöfalt í fótboltanum. Maður verður ekki þreyttur á að segja það," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson sigurreifur miðvörður KR. Grétar, sem er uppalinn KR-ingur, hefur meðal annars spilað með Víkingi og Val áður en hann sneri aftur á heimaslóðir fyrir nokkrum árum. Titillinn hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir Vesturbæinginn. „Algjörlega. Að vera hluti af þessu liði. Það eina sem maður vildi var að koma aftur heim og feta í fótspor frægra manna á borð við Þormóðs Egilssonar og fleiri hetja." Fylkismenn börðust um hvern einasta bolta og gerðu KR-ingum erfitt fyrir. Reyndust erfiðari mótherji en margir reiknuðu með enda höfðu þeir að engu að keppa. „Nei, ekki frekar en hvert lið sem við höfum mætt í sumar. Við kannski gerðum okkur svolítið erfitt fyrir seinni hluta sumars. Við sýndum gríðarlegan karakter, töpuðum aðeins einum leik og þetta er gríðarlega flott." Grétar segir stemmninguna í leikmannahópi KR afar góða. „Hún er náttúrulega svakalega góð með valinn mann í hverju rúmi. Skemmtilegur hópur. Maður hefur oft verið hluti af góðri stemmningu en þegar vel gengur er bara gaman. Það hefur ekki verið tími í sumar sem maður hefur verið fúll eða verið leiðinlegt. Þetta er búið að vera gríðarlega gaman." „Það er gaman að það stendur enginn einn upp úr í þessu liði. Það hafa allir verið frábærir. Menn sem hafa komið af bekknum hafa líka skilað sínu hlutverki. Það hefur verið lykillinn að þessum sigri." Grétar segir að það hafi verið erfitt fyrir KR-inga að halda sér á jörðinni í sumar. Liðið spilaði frábærlega í sumar, sérstaklega fyrri hluta sumars, og margir töldu formsatriði að liðið tryggði sér titilinn. „Jú, algjörlega. Við erum í KR og það er alltaf pressa. Við höfum lifað við það frá því Íslandsmótið var stofnað. Auðvitað lendum við í miklum meiðslum og bönnum. Það hefur kannski verið erfiðara fyrir okkur en að halda okkur á jörðinni." KR-ingar hafa fjórar stjörnur á búningi sínum en 25. Íslandsmeistaratitillinn þýðir að stjörnunum mun fjölga í fimm. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar léttur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
„Það er virkilega gaman að vinna tvöfalt. Bara frábært ár hjá KR. Við unnum tvöfalt í körfunni og tvöfalt í fótboltanum. Maður verður ekki þreyttur á að segja það," sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson sigurreifur miðvörður KR. Grétar, sem er uppalinn KR-ingur, hefur meðal annars spilað með Víkingi og Val áður en hann sneri aftur á heimaslóðir fyrir nokkrum árum. Titillinn hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir Vesturbæinginn. „Algjörlega. Að vera hluti af þessu liði. Það eina sem maður vildi var að koma aftur heim og feta í fótspor frægra manna á borð við Þormóðs Egilssonar og fleiri hetja." Fylkismenn börðust um hvern einasta bolta og gerðu KR-ingum erfitt fyrir. Reyndust erfiðari mótherji en margir reiknuðu með enda höfðu þeir að engu að keppa. „Nei, ekki frekar en hvert lið sem við höfum mætt í sumar. Við kannski gerðum okkur svolítið erfitt fyrir seinni hluta sumars. Við sýndum gríðarlegan karakter, töpuðum aðeins einum leik og þetta er gríðarlega flott." Grétar segir stemmninguna í leikmannahópi KR afar góða. „Hún er náttúrulega svakalega góð með valinn mann í hverju rúmi. Skemmtilegur hópur. Maður hefur oft verið hluti af góðri stemmningu en þegar vel gengur er bara gaman. Það hefur ekki verið tími í sumar sem maður hefur verið fúll eða verið leiðinlegt. Þetta er búið að vera gríðarlega gaman." „Það er gaman að það stendur enginn einn upp úr í þessu liði. Það hafa allir verið frábærir. Menn sem hafa komið af bekknum hafa líka skilað sínu hlutverki. Það hefur verið lykillinn að þessum sigri." Grétar segir að það hafi verið erfitt fyrir KR-inga að halda sér á jörðinni í sumar. Liðið spilaði frábærlega í sumar, sérstaklega fyrri hluta sumars, og margir töldu formsatriði að liðið tryggði sér titilinn. „Jú, algjörlega. Við erum í KR og það er alltaf pressa. Við höfum lifað við það frá því Íslandsmótið var stofnað. Auðvitað lendum við í miklum meiðslum og bönnum. Það hefur kannski verið erfiðara fyrir okkur en að halda okkur á jörðinni." KR-ingar hafa fjórar stjörnur á búningi sínum en 25. Íslandsmeistaratitillinn þýðir að stjörnunum mun fjölga í fimm. „Þær verða fimm á Hlíðarenda næstkomandi laugardag. Það verður gaman. Þangað mætum við með titilinn. Valsmenn vildu fá titilinn á 100 ára afmælinu og við ætlum að verða við þeirri ósk," sagði Grétar léttur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti