Íslenski boltinn

Willum Þór: Við vorum einfaldlega ekki með í byrjun leiks

Ari Erlingsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur. Mynd/Vilhelm
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var skiljanlega fúll með 1-2 tap sinna manna á móti Víkingum í Fossvoginum í dag. Við Keflvíkingum blasir því við leikur upp á líf eða dauða gegn Þór í lokaumferðinni.

„Við byrjuðum illa og náðum ekki því frumkvæði í leiknum sem við ætluðum okkur. Það var eins og við værum ekki meðvitaðir um stöðuna í byrjun leiks og við vorum einfaldlega ekki með fyrstu 15-20 mínútur leikins," sagði Willum.

„Í seinni hálfleik kom þó einhver barátta í liðið og það var eins og við vöknuðum aðeins þegar við sáum fram á að mæta þeim örlögum að tapa leiknum. Víkingarnir bökkuðu aðeins en við náðum því miður ekki að jafna," sagði Willum Þór.

„Fallbaráttan byrjaði í fyrstu umferð og við erum margsinnis búnir að koma okkur í þá stöðu að geta verið komnir úr henni. Því miður höfum við sogast niður í það að þurfa að spila hálfgerðan úrslitaleik við Þór í síðustu umferðinni.  Það er nokkuð ljóst að menn verða að koma betur stemmdir í þann leik heldur en við gerðum í dag," sagði Willum Þór.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×