Íslenski boltinn

Páll Viðar: Bítlabær here we come!

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Páll Viðar.
Páll Viðar.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að Blikar hafi átt skilið að vinna sína menn í dag, 1-2. Þór getur enn fallið eftir tapið og mætir Keflavík í síðustu umferðinni.

"Við byrjuðum ágætlega og það sem við lögðum upp með gekk upp. En svo ná þeir undirtökunum á miðjunni og eru bara klókari að halda boltanum og flinkari en við."

"Það sem ég er kannski helst ósáttur við er að við náðum ekki að klippa á þeirra sterkustu menn, þeir fengu að leika full lausum hala. Við erum auðvitað ósáttir með að tapa, sérstaklega fyrir framan okkar fólk."

"Blikar held ég að hafi verið klókari enda með flott fótboltalið en ekki með eins mörg stig og þeir ættu að vera miðað við getu. Þeir sýndu hvað þeir eru góðir og við vorum bara ekki með barátta, vilju og greddu umfram þeirra leik."

"Það er alltaf þægilegt að geta treyst á sjálfan sig en það hefur verið svona í allt sumar. Við vissum að við yrðum í baráttu í allt sumar. Bítlabær here we come! Þetta ræðst þar," sagði Páll Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×