Körfubolti

Bjóða dómurum í WNBA ó­keypis LASIK að­gerðir

Siggeir Ævarsson skrifar
Caitlin Clark ræðir málin við dómara í síðasta leik
Caitlin Clark ræðir málin við dómara í síðasta leik Vísir/Getty

Dómarar í WNBA deildinni hafa verið nokkuð á milli tannanna á fólki undanfarið en þó helst hjá aðdáendum Caitlin Clark sem finnst hún ekki njóta sannmælis hjá dómurum í deildinni.

Í síðasta leik Indiana Fever kom til orðaskipta á milli Clark og eins dómara leiksins og Rachel DeMita, fyrrum leikmaður í deildinni, vakti athygli á frammistöðu dómaranna á Twitter.

Hún merkti fyrirtækið LASIK.com í færslunni og spurði hvenær væri hægt að bóka tíma fyrir dómarana en fyrirtækið sérhæfir sig eins og nafnið bendir til í LASIK sjónaðgerðum.

Það stóð ekki á svari frá fyrirtækinu, það væri hægt að fá tíma strax á föstudaginn og til að gera enn betur bauð fyrirtækjunum dómurunum upp á ókeypis aðgerðir.

„Betri sjón, betri dómgæsla.“ - Nú er bara að sjá hvort einhver dómari í deildinni nýti sér þetta kostaboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×