Íslenski boltinn

Óli Þórðar stýrir Fylki gegn FH á morgun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson.
Þó svo Ólafur Þórðarson sé á förum frá Fylki þá mun hann klára tímabilið með félaginu og stýra því gegn FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er Ólafur ósáttur við stjórn knattspyrnudeildar Fylkis sem hann telur ekki hafa efnt loforð um leikmannakaup.

Þórður Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, segir að allt sé í góðu lagi á milli Ólafs og Fylki.

"Það er allt í toppstandi á milli okkar og Ólafs. Hann mun að sjálfsögðu stýra liðinu gegn FH," sagði Þórður sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið.

Samkvæmt heimildum Vísis verður Ólafur síðan tilkynntur sem nýr þjálfari Víkings á lokahófi félagsins annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×