Íslenski boltinn

Tryggvi borinn blóðugur af velli - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi liggur hér blóðugur í vellinum.
Tryggvi liggur hér blóðugur í vellinum. Mynd/Daníel
Eyjamenn misstu Íslandsmeistaratitilinn til KR og annað sætið til FH-inga þegar þeir töpuðu 2-4 fyrir FH í Kaplakrikanum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Eyjamenn misstu líka Tryggva Guðmundsson af velli eftir aðeins fimmtán mínútur eftir að Tryggvi fékk stóran skurð á höfuðið eftir brot Hákons Atla Hallfreðssonar.

Eyjamenn mæta Grindvíkingum í lokaumferðinni um næstu helgi og það á eftir að koma í ljós hvort að Tryggvi verði orðinn klár fyrir þann leik en hann hafði einnig meiðst á hendi fyrr í leiknum.

FH-ingar hafa þegar tryggt sér sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar en geta haldið sæti sínu meðal tveggja efstu liðanna níunda árið í röð með því að vinna Fylki í lokaumferðinni.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik FH og ÍBV á Kaplakrikavellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×