Íslenski boltinn

Bjarnólfur: Jákvætt að vera loksins byrjaðir að vinna

Ari Erlingsson skrifar
Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga.
Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga. Mynd/Hag
Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkinga var glaðbeittur í leikslok eftir 2-1 sigur á Keflavík í Pepsi-deildinni í dag. Það hefur það ekki verið algengt að sjá Víkinga innbyrða þrjú stig í knattspyrnuleik í sumar enda er liðið fallið úr deildinni.

„Það er búið að snúa tímabilinu svolítið við og það er virkilega jákvætt að vera loksins byrjaðir að vinna. Þótt að stigin dugi ekki til þess að bjarga okkur frá falli þá er alltaf jákvætt að vera spila góðan fótbolta. Sigurinn var verðskuldaður og þetta var bara í fullu samræmi við spilamennsku okkar undanfarnar vikur," sagði Bjarnólfur.

Aðspurður hvort hann teldi að liðið væri í annarri stöðu ef hann hefði verið með liðið í allt sumar hafði Bjarnólfur þetta að segja.

„Við erum búnir að standa okkur vel síðan við tókum við þrátt fyrir að stigin hafi ekki alltaf skilað sér í hús. Það er ómögulegt að segja til um það hvort ég hefði getað bjargað liðinu frá falli ef ég hefði verið með liðið frá því í vor," sagði Bjarnólfur.

Aðspurður hvar framtíð hans sem þjálfari væri hafði Bjarnólfur þetta að segja

„Við skoðum það bara í lok tímabilsins en ég á ekki von á öðru en að ég haldi áfram einhverju starfi innan klúbbsins þó ég verði ekki áfram þjálfari meistaraflokks.  Líklega verð ég áfram þjálfari 2. flokks," sagði Bjarnólfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×