Fleiri fréttir

Grétar: Vorum að klúðra þessu sjálfir

KR-ingar töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu 1-2 á heimavelli á móti Breiðabliki í kvöld. Miðvörðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson var líka ósáttur í leikslok.

Arnar: Frábær afmælisgjöf

Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í Landsbankadeildinni í kvöld þegar þeir lögðu KR-inga 2-1 í Vesturbænum. Blikar höfðu gert tvö jafntefli í fyrstu tveimur umferðunum.

Ólafur: Vildi stál og standpínu

„Þetta var besta afmælisgjöf sem ég gat hugsað mér," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigur liðsins á KR í kvöld. Ólafur varð fertugur í dag.

Heimasigur á Akranesi

ÍA vann Fram 1-0 í Landsbankadeild karla í kvöld. Eina mark leiksins kom á 44. mínútu en þá skoraði Auðun Helgason, varnarmaður Fram, sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Þórði Guðjónssyni.

Marel byrjar hjá Blikum

Klukkan 20 hefst leikur KR og Breiðabliks í Landsbankadeild karla. Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks hefur gert fjórar breytingar á byrjunarliðið Breiðabliks frá því í markalausa jafnteflinu á móti Þrótti í síðustu umferð.

David Hannah hættur hjá Fylki

Meistaraflokksráð Fylkis og skoski varnarmaðurinn David Hannah hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að best sé að slíta samstarfinu.

Blikar sóttu þrjú stig í Vesturbæ

Breiðablik gerði góða ferð á KR-völlinn í kvöld og vann 2-1 sigur á heimamönnum. Nenad Zivanovic skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili snemma leiks og það gerði gæfumuninn.

Þorvaldur: Hart barist á Skaganum

Þriðju umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með tveimur leikjum. ÍA og Fram mætast klukkan 19:15 á Skaganum og KR mætir Breiðabliki í leik sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 20.

Ólíklegt að Barcelona sleppi Eiði í Wales-leikinn

Samkvæmt heimildum Vísis er ólíklegt að Eiður Smári Guðjohnsen verði í landsliðshópi Íslands sem mætir Wales í vináttulandsleik þann 28. maí. Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða og vill Barcelona ekki sleppa honum í leikinn.

Boltavaktin á Akranesi og KR-velli

Tveir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í kvöld og verða þeir báðir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Kristján: Sýndum þolinmæði

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að þolinmæði hafi verið lykillinn að sigri sinna manna í kvöld. Keflavík vann HK 2-1 á útivelli eftir að hafa lent undir.

Orri: Datt ekki okkar megin

„Þetta datt ekki okkar megin í dag. Við vorum svo sannarlega lausir við alla heppni," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir að liðið tapaði 0-1 fyrir Fjölni í kvöld.

Ásmundur: Draumabyrjun

Nýliðar Fjölnis eru á toppi Landsbankadeildarinnar eftir 1-0 sigur á Grindavík í kvöld. Þeir hafa betri markatölu en Keflavík sem einnig hefur fullt hús að loknum þremur leikjum.

Pálmi Rafn: Óafsakanlegt

Fylkir vann óvæntan 2-0 sigur á Val í Landsbankadeildinni í kvöld. Fyrir umferðina voru Fylkismenn án stiga en Íslandsmeistarar Vals hafa tapað tveimur af þremur leikjum sínum.

KR-stúlkur unnu fyrir norðan

KR vann Þór/KA á útivelli í Landsbankadeild kvenna í kvöld 3-2. Heimastúlkur höfðu hinsvegar forystu í hálfleik.

Valur tapaði í Árbænum og FH gerði jafntefli 4-4

Öllum fjórum leikjum kvöldsins í Landsbankadeildinni er lokið. Íslandsmeistarar Vals töpuðu sínum öðrum leik þegar Fylkismenn tóku sín fyrstu stig og þá gerðu Þróttur og FH 4-4 jafntefli í svakalegum leik.

Gunnleifur ekki í marki HK

Þriðja umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld. Í Kópavogi eigast við HK og Keflavík. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK-inga, leikur ekki í kvöld vegna ökklameiðsla.

Ætti Páll ekki að vera heiðursgestur hjá Þrótturum?

Þróttarar ættu kannski að bjóða Páli Ólafssyni að vera heiðursgestur á leik sínum á móti bikarmeisturum FH á Valbjarnarvellinum í kvöld. Þróttur hefur nefnilega ekki unnið heimaleik á móti FH í efstu deild síðan að Páll tryggði þeim 1-0 sigur fyrir rétt tæpum 23 árum síðan.

Willum: Við tæklum þetta

Willum Þór Þórsson þjálfari Vals segir það vissulega blóðugt hve marga leikmenn hann hefur misst í meiðsli í byrjun móts. Valsmenn fara í Árbæinn í kvöld og mæta Fylki í þriðju umferð Landsbankadeildarinnar þar sem heimamenn freista þess að ná í sín fyrstu stig.

Guðmundur ekki með Val í kvöld

Íslandsmeistarar Vals verða án nokkurra lykilmanna í kvöld þegar þeir sækja Fylki heim í Landsbankadeildinni. Nýjasta nafnið á sjúkralista Valsmanna er framherjinn Guðmundur Benediktsson.

Boltavaktin á öllum leikjum kvöldsins

Fjórir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í kvöld og verða þeir allir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Víkingur hafði betur gegn KA

Leikjunum þremur sem hófust klukkan 16:00 í 1. deild karla í knattspyrnu er lokið. Víkingur R sigraði KA 3-1 á heimavelli þar sem Jón Guðbrandsson skoraði tvívegis fyrir heimamenn og Sinisa Kekic þriðja markið.

ÍBV lagði Þór

Tveimur leikjum er þegar lokið í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. ÍBV er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og í dag vann liðið 2-0 sigur á Þór fyrir norðan. Þá gerðu Fjarðabyggð og Haukar 2-2 jafntefli fyrir austan.

Dramatík í Grafarvogi

Nýliðar Fjölnis hafa heldur betur byrjað vel á sínu fyrsta tímabili í Landsbankadeildinni. Liðið gerði sér lítið fyrir og skellti KR 2-1 í dramatískum leik í Grafarvogi í kvöld. Það var Gunnar Már Guðmundsson sem skoraði sigurmark Fjölnis úr vítaspyrnu þegar rúmar þjrár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

FH lagði ÍA

FH-ingar hafa fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 2-0 baráttusigur á ÍA í kvöld. Sigur heimamanna var verðskuldaður, en ekki auðveldur frekar en búast mátti við gegn hörðum Skagamönnum.

Davíð Þór: Hungrið er til staðar hjá FH

Davíð Þór Viðarsson var á skotskónum í kvöld þegar FH lagði ÍA 2-0 í Kaplakrika. Hann segir að leikmenn FH væru líklega heima hjá sér í tölvunni en ekki úti á velli að spila ef þeir hefðu ekki hungur í fleiri titla.

Ásgeir Aron: Stemmingin engu lík

“Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en þetta. Þessi sigur var alveg ótrúlegur,” sagði Ásgeir Aron Ásgeirsson Fjölnismaður sem skoraði jöfnunarmarkið gegn KR í kvöld.

Gunnleifur tognaði illa á ökkla

Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK tognaði illa á ökkla og þurfti að fara af velli í leiknum gegn Fram í kvöld. "Þetta var slæm ökklatognun en við sjáum til hvað læknirinn segir á morgun," sagði Gunnleifur eftir 2-0 tap HK gegn Fram í kvöld.

Gunnar: Erum að spila betur

Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir 2-0 tapið gegn Fram í kvöld.

Páll Axel í Grindavík

Það skal tekið fram strax í upphafi að þessi frétt fjallar um knattspyrnu - en ekki körfubolta.

Sigurvin Ólafsson í Gróttu

Sigurvin Ólafsson hefur gengið til liðs við Gróttu en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

Markalaust í Kaplakrika í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign FH og ÍA í Kaplakrika en þar er staðan jöfn 0-0. Leikurinn hefur verið fjörlegur þrátt fyrir markaleysið og hafa heimamenn verið beittari. Besta færi hálfleiksins fékk Atli Guðnason hjá FH, en hann náði að skjóta yfir úr sannkölluðu dauðafæri á 39. mínútu þegar hann var fyrir opnu marki.

Lítið skorað í fyrri hálfleik

Aðeins þrjú mörk hafa litið dagsins ljós í leikjunum fjórum sem hófust klukkan 19:15 í Landsbankadeildinni, en þar er nú kominn hálfleikur.

Jón Þorgrímur ekki með á morgun

Jón Þorgrímur Stefánsson verður ekki með Fram er liðið mætir hans gömlu félögum í HK í Landsbankadeild karla á morgun.

Grindavík með félagaskiptamál til FIFA

Landsbankadeildarlið Grindavíkur hefur skotið félagaskiptamáli til Alþjóða knattspyrnusambandsins vegna sóknarmannsins Gilles Mbang Ondo frá Gabon.

Dennis Bo í speglun á hné

Dennis Bo Mortensen mun fara í speglun á hné í næstu viku til að skera endanlega úr um hvort hann sé með slitin krossbönd í hné, eins og allar líkur eru reyndar á.

Sjá næstu 50 fréttir