Íslenski boltinn

Ólíklegt að Barcelona sleppi Eiði í Wales-leikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/E. Stefán
Mynd/E. Stefán

Samkvæmt heimildum Vísis er ólíklegt að Eiður Smári Guðjohnsen verði í landsliðshópi Íslands sem mætir Wales í vináttulandsleik þann 28. maí. Ekki er um opinberan landsleikjadag að ræða og vill Barcelona ekki sleppa honum í leikinn.

Ástæðan er sú að Barcelona er að leika sýningarleik gegn Al Ittihad í Saudi-Arabíu á mánudeginum 26. maí, tveimur dögum fyrir leikinn gegn Wales sem verður á Laugardalsvelli.

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði að ekkert væri orðið staðfest í þessum efnum en sagði það vissulega rétt að Barcelona bæri ekki skylda til að hleypa Eiði í leikinn þar sem ekki væri um opinberan landsleikjadag að ræða.

Ólafur Jóhannesson mun opinbera landsliðshóp sinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×