Íslenski boltinn

Guðjón: Áttum ekkert skilið hér í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson afsakaði ekki tap Skagamanna í kvöld
Guðjón Þórðarson afsakaði ekki tap Skagamanna í kvöld Mynd/Stefán

Guðjón Þórðarson reyndi ekki að fegra niðurstöðuna í kvöld þegar hans menn í ÍA töpuðu 2-0 fyrir FH í Kaplakrika.

"Ég er auðvitað ekki sáttur við að tapa en það var ekkert við þessu að segja í kvöld. Það má laga heilmikið í okkar leik og við munum sinna því og sjá svo hvað gerist," sagði Guðjón í samtali við Vísi.

"Það er jákvætt að það sé stutt í næsta leik og við ætlum að sýna okkar rétta andlit þá."

"Rétt áður en við fáum á okkur fyrra markið eigum við besta færi leiksins þegar Andri skýtur í stöngina. Þetta getur því verið ófyrirleitið en fótboltinn refsar mönnum fyrir að klára ekki sín færi. Við áttum því ekkert skilið hér í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×