Pálmi Rafn með þrennu í fyrsta sigri Vals Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 16:20 Pálmi Rafn Pálmason átti stórleik í kvöld og skoraði öll þrjú mörk Valsmanna. Mynd/Vilhelm Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla en liðið lagði Grindavík með þremur mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni. Grindvíkingar eru því enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið hefur mætt KR og Val á útivelli til þessa. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill ef frá er talið fyrra mark Vals en leikurinn var öllu fjörlegri í síðari hálfleik. Grindvíkingar mættu sprækir til leiks í síðari hálfleik en eftir annað mark Pálma Rafns voru úrslitin ráðin. Hann fullkomnaði svo þrennuna í blálok leiksins. Fyrri hálfleikur var afar rólegur lengst framan af ef frá er talinn þrumufleygur Bjarna Ólafs Eiríkssonar strax á þriðju mínútu leiksins. Magnús Þormar, markvörður Grindavíkur mátti hafa sig allan við að verja skotið. Eftir það róaðist leikurinn mjög þó svo að Valsarar hafi verið meira með boltann. Grindvíkingar vörðust aftarlega og freistuðu þess að sækja hratt á vörn heimamanna. En á 42. mínútu skoruðu Valsmenn fyrsta mark leiksins. Valsmenn sóttu upp vinstri kantinn þar sem boltinn barst á Bjarna Ólaf við endalínuna. Hann lagði boltann út á Pálma Rafn sem stóð í miðjum teignum og skoraði með laglegu skoti. Magnús Þormar var í boltanum en náði ekki að verja. Seinni hálfleikur byrjaði talsvert betur en sá fyrri var lengst af en gestirnir frá Grindavík voru nokkuð aðgangsharðir við mark Valsmanna. En aftur náðu Valsmenn að skora og aftur var Pálmi Rafn þar að verki eftir laglegan samleik við Helga Siguðrsson. Pálmi fékk boltann á vítateigslínunni og skoraði með laglegu skoti í neðra hægra markhornið. Eftir þetta var nokkuð ljóst í hvað stefndi en Pálmi Rafn náði að fullkomna þrennuna undir lok leiksins er hann skoraði þriðja mark Vals. Baldur Þórólfsson var nýkominn inn á sem varamaður og átti háa fyrirgjöf inn á teig Vals þar sem Magnús Þormar ætlaði að klófesta knöttinn. Pálmi Rafn varð hins vegar fyrri til og skallaði knöttinn í autt markið. Sætur og öruggur 3-0 sigur Valsmanna því staðreynd.Þá má smella á hlekkinn hér að neðan til að sjá lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins frá leik Vals og Grindavíkur.Landsbankadeild karla, 2. umferð: Valur - Grindavík Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22 Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild karla en liðið lagði Grindavík með þremur mörkum frá Pálma Rafni Pálmasyni. Grindvíkingar eru því enn án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en liðið hefur mætt KR og Val á útivelli til þessa. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill ef frá er talið fyrra mark Vals en leikurinn var öllu fjörlegri í síðari hálfleik. Grindvíkingar mættu sprækir til leiks í síðari hálfleik en eftir annað mark Pálma Rafns voru úrslitin ráðin. Hann fullkomnaði svo þrennuna í blálok leiksins. Fyrri hálfleikur var afar rólegur lengst framan af ef frá er talinn þrumufleygur Bjarna Ólafs Eiríkssonar strax á þriðju mínútu leiksins. Magnús Þormar, markvörður Grindavíkur mátti hafa sig allan við að verja skotið. Eftir það róaðist leikurinn mjög þó svo að Valsarar hafi verið meira með boltann. Grindvíkingar vörðust aftarlega og freistuðu þess að sækja hratt á vörn heimamanna. En á 42. mínútu skoruðu Valsmenn fyrsta mark leiksins. Valsmenn sóttu upp vinstri kantinn þar sem boltinn barst á Bjarna Ólaf við endalínuna. Hann lagði boltann út á Pálma Rafn sem stóð í miðjum teignum og skoraði með laglegu skoti. Magnús Þormar var í boltanum en náði ekki að verja. Seinni hálfleikur byrjaði talsvert betur en sá fyrri var lengst af en gestirnir frá Grindavík voru nokkuð aðgangsharðir við mark Valsmanna. En aftur náðu Valsmenn að skora og aftur var Pálmi Rafn þar að verki eftir laglegan samleik við Helga Siguðrsson. Pálmi fékk boltann á vítateigslínunni og skoraði með laglegu skoti í neðra hægra markhornið. Eftir þetta var nokkuð ljóst í hvað stefndi en Pálmi Rafn náði að fullkomna þrennuna undir lok leiksins er hann skoraði þriðja mark Vals. Baldur Þórólfsson var nýkominn inn á sem varamaður og átti háa fyrirgjöf inn á teig Vals þar sem Magnús Þormar ætlaði að klófesta knöttinn. Pálmi Rafn varð hins vegar fyrri til og skallaði knöttinn í autt markið. Sætur og öruggur 3-0 sigur Valsmanna því staðreynd.Þá má smella á hlekkinn hér að neðan til að sjá lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins frá leik Vals og Grindavíkur.Landsbankadeild karla, 2. umferð: Valur - Grindavík
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22 Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Pálmi Rafn: Líður aðeins betur en eftir síðasta leik „Jú, ég get ekki neitað því að mér líður aðeins betur nú en eftir síðasta leik,“ sagði markaskorarinn Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði öll þrjú mörk Vals gegn Grindavík í kvöld. 14. maí 2008 21:22
Orri Freyr: Eins og hræddir kjúklingar Fyrirliði Grindavíkur, Orri Freyr Hjaltalín, sagði að sínir menn hafi einfaldlega verið lélegir í kvöld, allir sem einn. 14. maí 2008 21:34