Íslenski boltinn

Davíð Þór: Hungrið er til staðar hjá FH

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davíð Þór skoraði fyrra mark FH í kvöld
Davíð Þór skoraði fyrra mark FH í kvöld Mynd/Vilhelm

Davíð Þór Viðarsson var á skotskónum í kvöld þegar FH lagði ÍA 2-0 í Kaplakrika. Hann segir að leikmenn FH væru líklega heima hjá sér í tölvunni en ekki úti á velli að spila ef þeir hefðu ekki hungur í fleiri titla.

"Við lentum í smá vandræðum fyrir mót í deildabikarkeppninni og var ég farinn að hafa smá áhyggjur af liðinu. En við náum að sýna mikinn og góðan karakter í kvöld og héldum bara áfram þangað til að markið loksins kom. Við byrjuðum ekki nógu vel í leiknum en eftir því sem á leið náðum við að stjórna honum betur og sem betur fer náðum við að skora," sagði Davíð í samtali við Vísi eftir leikinn.

"Ég er mjög ánægður með þessa byrjun okkar mótinu og þetta er vonandi það sem koma skal. Við ætlum okkur stóra hluti í þessari deild og við ætlum okkur þennan bikar aftur."

"Við vorum orðnir hálf værukærir í lok mótsins í fyrra en núna finn ég á mönnum að þeir mæta virkilega klárir í slaginn og ætla sér að vinna hvern einasta leik. Hungrið er vissulega til staðar í FH-liðinu enda ef það væri ekki gæti maður betur setið heima og spilað Championship Manager í tölvunni," sagði Davíð eftir leikinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×