Íslenski boltinn

Miðstöð Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins opnuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Nú hefur verið opnað fyrir Miðstöð Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins þar sem lesendum síðunnar gefst sá kostur að fylgjast með öllum fimm leikjum kvöldsins á einum og sama staðnum.

Með því að smella hér eða setja inn slóðina www.visir.is/boltavakt opnast Miðstöðin. Þar má fylgjast með öllum leikjunum samtímis sem kemur sér vel í kvöld enda eru fimm leikir á dagskrá í Landsbankadeild karla.

Til að fá nánari upplýsingar um hvern leik fyrir sig og beina textalýsingu frá viðkomandi velli má opna hverja Boltavakt fyrir sig með því að smella á viðkomandi leik hægra megin á síðunni.

Um er að ræða byltingu fyrir íslenska knattspyrnuunnendur sem eiga ekki þess kost að komast á völlinn en vilja fá allar upplýsingar um leikina beint í æð.

Blaðamenn Vísis og Fréttablaðsins verða sem fyrr á öllum leikjum Landsbankadeildarinnar og gera öllum leikjunum góð skil. Viðtöl við leikmenn og þjálfara birtast svo á síðunni fljótlega eftir að leikjunum er lokið.

Þá verða lýsingar Boltavaktarinnar á öllum leikjum sem lokið er á mótinu áfram aðgengilegar á fyrrgreindri slóð.

Fjórir leikir hefjast klukkan 19.15 í kvöld og sá síðasti, viðureign FH og ÍA, klukkan 20.00. Sá leikur verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 Sport.

Leikir kvöldsins:

Fjölnir - KR

Breiðablik - Þróttur

Fram - HK

Keflavík - Fylkir

FH - ÍA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×