Íslenski boltinn

Boltavaktin á Akranesi og KR-velli

Elvar Geir Magnússon skrifar

Tveir leikir eru á dagskrá Landsbankadeildar karla í kvöld og verða þeir báðir í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Hægt er að fylgjast með því helsta sem gerist í leikjunum á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt.

ÍA vonast eftir því að vinna sinn fyrsta sigur þegar liðið tekur á móti Fram á Akranesvelli. Framarar hafa byrjað mótið af miklum krafti og unnið báða leiki sína. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Klukkan 20:00 verður síðan flautað til leiks á KR-velli þar sem Breiðablik er í heimsókn. Þessum liðum var spáð í toppbaráttuna í sumar. Breiðablik hefur gert jafntefli í báðum sínum leikjum til þessa en KR tapaði fyrir nýliðum Fjölnis í 2. umferð eftir að hafa unnið Grindavík í þeirri fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×