Íslenski boltinn

Ólafur: Vildi stál og standpínu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika.

„Þetta var besta afmælisgjöf sem ég gat hugsað mér," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigur liðsins á KR í kvöld. Ólafur varð fertugur í dag.

„KR er fínt fótboltalið en við vorum aðeins búnir að kíkja á þá. Við gáfum þeim ákveðin svæði og lokuðum öðrum og mér fannst það takast vel. Þeir pressuðu undir lokin en það voru mest langskot og svo brasilískir sambataktar Grétars. Frábært mark hjá honum," sagði Ólafur.

„Það er búið að vera að berja í okkur að við spilum fallegan fótbolta en náum engum árangri. Nú vildi ég sjá aðeins meira stál og smá standpínu í menn. Það kom heldur betur í dag," sagði Ólafur við Stöð 2 Sport.

Aðspurður hvort standpínan muni haldast svaraði Ólafur: „Ég get verið lyfjafræðingur og reynt að halda henni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×