Íslenski boltinn

Grétar: Vorum að klúðra þessu sjálfir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Anton
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Anton

KR-ingar töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu 1-2 á heimavelli á móti Breiðabliki í kvöld. Miðvörðurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson var líka ósáttur í leikslok.

„Við vorum að klúðra þessu sjálfir og vorum í rauninni sjálfir okkur verstir. Við höfðum tíma á boltanum allan leikinn og vorum að búa til færi en boltinn vildi ekki inn," sagði KR-ingurinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoraði eina mark KR í leiknum en sóknarmönnum liðsins gekk illa að nýta færin sín. Þetta var fyrsta mark hans fyrir KR í Landsbankadeildinni en það tíunda alls.

„Ég er náttúrulega misskilinn varnarmaður," sagði Grétar í léttum tón aðspurður um það hvort að ráðið væri ekki að setja hann í sóknina. „Það var leiðinlegt að þetta gat ekki verið sigurmark. Blikarnir eru með gott lið en við vorum aular að fá svona rassskell. Við fengum mikið högg í byrjun með því að fá á okkur þessi tvö mörk og ég var mjög óánægður með að við fengum mark á okkur eftir fast leikatriði," sagði Grétar að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×