Íslenski boltinn

Orri: Datt ekki okkar megin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Orri Freyr í leik KR og Grindavíkur í 1. umferð Landsbankadeildarinnar. Mynd/Vilhelm
Orri Freyr í leik KR og Grindavíkur í 1. umferð Landsbankadeildarinnar. Mynd/Vilhelm

„Þetta datt ekki okkar megin í dag. Við vorum svo sannarlega lausir við alla heppni," sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, eftir að liðið tapaði 0-1 fyrir Fjölni í kvöld.

„Okkur líður alltaf vel heima og erum góðir að láta boltann ganga. Við spiluðum vel í þessum leik en vorum ekki nægilega grimmir fram á við. Ég get ekki verið annað en mjög sáttur við spilamennskuna þó úrslitin hafi verið svekkjandi," sagði Orri.

„Við bara grenjum þetta í kvöld og förum svo að hugsa um næsta leik sem er á sunnudaginn. Við ætlum að sýna að við eigum alveg klárlega erindi í þessa deild," sagði Orri en næsti leikur Grindavíkur er útileikur gegn Breiðabliki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×