Íslenski boltinn

Gunnleifur ekki í marki HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.

Þriðja umferð Landsbankadeildar karla hefst í kvöld. Í Kópavogi eigast við HK og Keflavík. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK-inga, leikur ekki í kvöld vegna ökklameiðsla.

Það er mikill missir fyrir HK en Gunnleifur er fyrirliði liðsins og hefur verið þeirra besti leikmaður síðustu ár.

Ögmundur Ólafsson stendur í marki HK í kvöld en liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og leikurinn í kvöld því ansi mikilvægur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×