Íslenski boltinn

David Hannah hættur hjá Fylki

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Hannah er hættur hjá Fylki.
David Hannah er hættur hjá Fylki.
Meistaraflokksráð Fylkis og skoski varnarmaðurinn David Hannah hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að best sé að slíta samstarfinu.

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Fylkismönnum en þar er David Hannah þakkað fyrir sitt framlag í leik og starfi Fylkis. Hann á alls 20 leiki að baki með félaginu í Landsbankadeildinni.

David Hannah getur ekki skipt yfir í annað lið hér á landi fyrr en félagaskiptaglugginn opnar aftur um miðjan júlí.

Fylkir hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, m.a. vegna fjárhagsvanda félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×