Íslenski boltinn

Blikar sóttu þrjú stig í Vesturbæ

Elvar Geir Magnússon skrifar

Breiðablik gerði góða ferð á KR-völlinn í kvöld og vann 2-1 sigur á heimamönnum. Nenad Zivanovic skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili snemma leiks og það gerði gæfumuninn.

KR-ingar voru sterkari í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn með glæsilegu marki frá Grétari Sigfinni Sigurðarsyni tíu mínútum fyrir leikslok. Lengra komust þeir ekki og úrslitin 1-2.

KR hefur þrjú stig eftir þrjár umferðir en Blikar eru með fimm stig. Þetta var fyrsti sigur Kópavogsliðsins í sumar. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fagnaði fertugsafmæli sínu í dag með þessum sigri.

Hægt var að fylgjast með því helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt.

ÍA - Fram 1-0

KR - Breiðablik 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×