Íslenski boltinn

Heimasigur á Akranesi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Auðun Helgason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld. Mynd/Pjetur
Auðun Helgason varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í kvöld. Mynd/Pjetur

ÍA vann Fram 1-0 í Landsbankadeild karla í kvöld. Eina mark leiksins kom á 44. mínútu en þá skoraði Auðun Helgason, varnarmaður Fram, sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Þórði Guðjónssyni.

Skagamenn hafa því fjögur stig eftir þrjár umferðir en Framarar voru að tapa sínum fyrsta leik í sumar og eru með sex. Fyrir þennan leik hafði Safamýrarliðið ekki fengið á sig mark.

Bæði lið höfðu misnotað dauðafæri áður en sigurmarkið í leiknum kom. Fátt markvert gerðist í upphafi seinni hálfleiks en Framarar fengu síðan færi til að jafna metin. Ívar Björnsson skaut í stöng og þá skallaði Ingvar Ólason yfir úr góðu færi. Markvörður ÍA varði síðan vel frá Heiðari Geir Júlíussyni undir blálokin.

Nánar um leikinn á Boltavaktinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×