Íslenski boltinn

Legg það ekki í vana að heimsækja vændiskonur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo skömmu eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í París í febrúar síðastliðnum.
Ronaldo skömmu eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í París í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / AFP
Brasilíumaðurinn Ronaldo segir í viðtali í dag nákvæmlega hvað átti sér stað er hann fékk á hótelherbergi þrjár vændiskonur sem reyndust svo vera karlmenn.

Þetta mál komst í alheimsfréttirnar fyrir fáeinum vikum en klæðskiptingarnir reyndu að kreista úr honum fé með því að halda því fram að hann hefði ráðist á þá. Þeir viðurkenndu svo síðar að það hafi verið ósatt.

„Það sem gerðist með klæðskiptingana er það versta sem ég hef nokkru sinni lent í," sagði Ronaldo við spænska íþróttablaðið As. „Þetta voru mín mistök og ég hugsa um þau á hverjum degi. Þetta olli mér miklum sársauka en hefur ekki breytt því að ég hef enn löngun til að spila fótbolta."

„Hið rétta í málini er að ég fór út að borða með nokkrum vinum. Klukkan hálf fimm um nóttina fórum við út af veitingastaðnum og ég gerði heimskulegan hlut."

„Ég og kærastan mín höfðum rifist og ég var því leiður. Stúlka kom upp að bílnum mínum og þáði ég þjónustu hennar. Við fórum á hótel og hún hringdi í nokkra vini sína. Þegar þeir komu áttaði ég mig á því að þær voru ekki konur, heldur karlmenn. Ég ég sagði þeim að ég hefði skipt um skoðun."

„Ég vildi ekki halda áfram því þeir voru ekki konur og þeir kröfðust þess að fá 24 þúsund pund eða að þeir myndu fara í fjölmiðlana. Ég reyndi að semja við þá því ég vildi ekki lenda í vandræðum."

„Ég legg það ekki í vana að fara til vændiskvenna og vil ég að allir viti það. Ég hef alltaf átt kærustu og þarf ekki á slíkri þjónustu að halda. Ég er gagnkynhneigður. Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum en ég er hrifinn af konum. Ég hef aldrei notað eiturlyf - ég er íþróttamaður."

„Kærastan mín tók þessu ekki vel. Hún var mjög reið við mig og við rifumst, en síðan veitt hún mér sinn stuðnings. Þetta hefur verið erfitt fyrir mig og hana. Ég held að það sé líka vegna þess að hún er ófrísk. En við munum bíða í nokkra mánuði og sjá hvort allt fari vel."

„Ég skil það vel ef fólk hefur misst sína virðingu fyrir mér. En ég hef gert mikið fyrir fótboltann, fyrir íþróttir og landið mitt. Við gerum öll mistök og ég hef lært mikið af þessari reynslu. Ég lét heimskulega og sé mikið eftir þessu en þegar ég mæti aftur á völlinn og byrja að skora munu allir gleyma þessu."

Ronaldo er nú að jafna sig eftir hnémeiðsli og verður ekki klár fyrr en í september í fyrsta lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×