Leifur: Fylkir ekki verr statt en önnur félög Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2008 13:07 Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis. Mynd/E. Stefán Leifur Garðarsson blæs á allar sögusagnir og fréttaflutning um að Fylkir eigi í miklum fjárhagsvandræðum og að leikmenn fái ekki laun sín að fullu greidd. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fullyrt að mikillar óánægju gætir meðal leikmanna Fylkis þar sem þeir hafi ekki fengið laun sín greidd að fullu. Því var haldið fram að erlendir leikmenn fengu 75 prósent sinna launa greidd og íslenskir leikmenn helming. Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir bæði Kristjáni Valdimarssyni og Ian Jeffs að þeir hafi fengið laun sín greidd. Kristján sagði að það væri ekki búið að lækka laun hjá neinum leikmanni. Leifur, sem er þjálfari Fylkis, segir að það sé einfaldlega rangt að Fylkir eigi í fjárhagsvandræðum. „Það er ekkert vandamál í gangi," sagði Leifur og vildi ekki meina að ástandið væri sérstaklega slæmt hjá Fylki. „Eru ekki öll félög í landinu í peningavandræðum miðað við það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu? Það eiga allir í meiri fjárhagsvandræðum nú en áður. Fylkir er enn sem fyrr þekkt fyrir það að standa við sína samninga og vaða ekki í villu í fjárfestingum sem félagið hefur ekki efni á." Fylkir tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu, fyrir Fram á heimavelli á laugardaginn, 3-0. Leifur segir að öll umræða um fjármál félagsins eigi ekki að skila sér inn á völlinn. „Menn eiga að vera það miklir atvinnumenn í hugsunarhætti að þeir eiga að leiða allt slíkt hjá sér. Það þýðir ekkert að afsaka hörmulega frammistöðu um síðustu helgi með slíku." Annars líst honum vel á framhaldið en Fylkir mætir Keflavík á útivelli annað kvöld. „Leikurinn leggst vel í mig og ég er fullur tilhlökkunnar. Ég óttast ekki Keflvíkinga frekar en önnur lið enda geta allir unnið alla í þessari deild," sagði Leifur en Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara Vals um helgina með fimm mörkum gegn þremur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leifur Garðarsson blæs á allar sögusagnir og fréttaflutning um að Fylkir eigi í miklum fjárhagsvandræðum og að leikmenn fái ekki laun sín að fullu greidd. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var fullyrt að mikillar óánægju gætir meðal leikmanna Fylkis þar sem þeir hafi ekki fengið laun sín greidd að fullu. Því var haldið fram að erlendir leikmenn fengu 75 prósent sinna launa greidd og íslenskir leikmenn helming. Í Fréttablaðinu í dag var haft eftir bæði Kristjáni Valdimarssyni og Ian Jeffs að þeir hafi fengið laun sín greidd. Kristján sagði að það væri ekki búið að lækka laun hjá neinum leikmanni. Leifur, sem er þjálfari Fylkis, segir að það sé einfaldlega rangt að Fylkir eigi í fjárhagsvandræðum. „Það er ekkert vandamál í gangi," sagði Leifur og vildi ekki meina að ástandið væri sérstaklega slæmt hjá Fylki. „Eru ekki öll félög í landinu í peningavandræðum miðað við það ástand sem ríkir í þjóðfélaginu? Það eiga allir í meiri fjárhagsvandræðum nú en áður. Fylkir er enn sem fyrr þekkt fyrir það að standa við sína samninga og vaða ekki í villu í fjárfestingum sem félagið hefur ekki efni á." Fylkir tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu, fyrir Fram á heimavelli á laugardaginn, 3-0. Leifur segir að öll umræða um fjármál félagsins eigi ekki að skila sér inn á völlinn. „Menn eiga að vera það miklir atvinnumenn í hugsunarhætti að þeir eiga að leiða allt slíkt hjá sér. Það þýðir ekkert að afsaka hörmulega frammistöðu um síðustu helgi með slíku." Annars líst honum vel á framhaldið en Fylkir mætir Keflavík á útivelli annað kvöld. „Leikurinn leggst vel í mig og ég er fullur tilhlökkunnar. Ég óttast ekki Keflvíkinga frekar en önnur lið enda geta allir unnið alla í þessari deild," sagði Leifur en Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Íslandsmeistara Vals um helgina með fimm mörkum gegn þremur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira