Íslenski boltinn

Ásgeir Aron: Stemmingin engu lík

Menn tókust hart á í Grafarvogi í kvöld
Menn tókust hart á í Grafarvogi í kvöld Mynd/Daníel Rúnarsson

“Það er ekki hægt að biðja um mikið meira en þetta. Þessi sigur var alveg ótrúlegur,” sagði Ásgeir Aron Ásgeirsson Fjölnismaður sem skoraði jöfnunarmarkið gegn KR í kvöld.

Ásgeir Aron, sem er sonur Ásgeirs Sigurvinssonar, lék með yngri flokkum KR en náði ekki að brjóta sér leið í aðalliðið og fór því til Fjölnis. Það hlýtur því að hafa verið sætt fyrir hann að skora gegn sínu gamla félagi í kvöld.

“Stemningin á þessum leik var engu lík og áhorfendur voru okkar tólfti maður. Það verður að játast að við vorum svolítið heppnir. Þeir nýttu ekki sín færi og við erum alltaf hættulegir fram á við og líklegir. Við stefnum að því að halda áfram á sömu braut og fallbarátta er ekki það sem koma skal. Við höfum mikla trú á okkur, liðsheildin er frábær, allir bestu vinir sem vilja vinna hver fyrir annan,” sagði Ásgeir Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×