Íslenski boltinn

Gunnar: Erum að spila betur

Mynd/Valli

Gunnar Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir 2-0 tapið gegn Fram í kvöld.

"Við vorum að spila töluvert betur en í fyrsta leiknum gegn FH og þurfum að byggja á því. Við vorum hinsvegar að gera ákveðin mistök í þessum leik sem kosta okkur færi og mörk. Við þurfum að efla okkur fram á við og þó það liggi fyrir að við séum ekki að fara að skapa okkur fullt af færum- verðum við að vera grimmari í þeim færum sem við þó fáum," sagði Gunnar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×