Fleiri fréttir

Umdeilt mark Zouma í sigri West Ham

West Ham United vann 2-0 heimasigur á Bournemouth í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. West Ham fjarlægist botnsvæðið með sigrinum.

Guðrún og stöllur sófameistarar eftir misstig Linköping

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, og stöllur hennar í Rosengård eru sænskir meistarar eftir jafntefli Linköping við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðrún vinnur þar með titilinn annað árið í röð með félaginu.

Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

Svekkjandi jafntefli Íslendingaliðsins

Íslendingalið Norrköping gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir af fjórum íslenskum leikmönnum liðsins komu við sögu.

Stuðningsmenn bauluðu á Schmeichel

Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá franska félaginu Nice og gæti verið á förum frá félaginu í janúar eftir að hafa komið í sumar.

Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo

Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku.

Svaf ekki í tvo daga fyrir stórleik sinn á móti Tottenham

Newcastle er komið upp í Meisatardeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir frábæran útisigur á Tottenham um helgina. Einn leikmaður liðsins á mikinn þátt í velgengninni og sá hinn sami getur skilað magnaðri frammistöðu þrátt fyrir álag heima fyrir.

Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark

KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild.

Osimhen sá um Rómverja

Ekkert fær stöðvað Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta um þessar mundir.

Kristall spilaði í tapi gegn Molde

Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Rosenborg þegar liðið heimsótti Molde í stórleik helgarinnar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “

Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni. 

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Southampton í dag. Hann segir að liðið hafi skapað sér nógu mikið til að vinna leikinn.

Atlético Madrid upp í þriðja sæti

Atlético Madrid lyfti sér upp í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 1-2 útisigur gegn Real Betis í dag.

Aron skoraði í dramatískum sigri

Aron Sigurðarson skoraði annað mark Horsens er liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Stefáni Teiti Þórðarsyni og félaögum hans í Silkeborg dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ingibjörg skoraði í stórsigri Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði sjötta mark Vålerenga er liðið vann afar öruggan 6-0 sigur gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Daníel Leó lagði upp í jafntefli

Daníel Leó Grétarsson lagði upp annað mark Slask Wroclaw er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Jagiellonia í pólsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Southampton sótti stig gegn toppliðinu

Topplið Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið heimsótti Southampton í 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Alexandra og stöllur upp að hlið toppliðsins

Alexandra Jóhannsdóttir og stöllur hennar í Fiorentina lyftu sér upp að hlið toppliðs Roma er liðið vann góðan 2-1 sigur gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Svava skoraði er Brann tryggði sér titilinn

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrra mark Brann er liðið tryggði sér efsta sæti efri hluta norsku deildarinnar í knattspyrnu með 1-2 útisigri gegn Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum hennar í Rosenborg.

Sveindís hafði betur gegn Glódísi í toppslagnum

Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg styrktu stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann sterkan 2-1 sigur gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur og liðsfélögum hennar í Bayern München í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva

FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0.

„Efast um að Ronaldo spili fyrir United aftur“

Þrátt fyrir að hafa ekki spilað eina einustu mínútu fyrir Manchester United í seinustu tveimur leikjum hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verið mikið í sviðsljósinu undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir