Blikar geta fengið sér 40 þúsund króna meistarahringa Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 12:30 Leikmenn Breiðabiks féllust í faðma og fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrir tveimur vikum. Nú geta þeir og aðrir Blikar fengið sér sérhannaða meistarahringa. vísir/diego og skjáskot/Kópacabana Sérhannaðir meistarahringar eru nú í boði fyrir stuðningsmenn Breiðabliks eftir að liðið varð í annað sinn í sögunni Íslandsmeistari í fótbolta karla. Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti