Fleiri fréttir

Hazard og Benzema frá­bærir í auðveldum sigri Real

Eden Hazard og Karim Benzema áttu góðan leik er Spánarmeistarar Real Madrid unnu góðan 4-1 útisigur á Alavés í spænsku úrvalsdeildinni. Real er nú fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum í Atlético sem tróna á toppi deildarinnar. Atlético á þó leik til góða.

Valur og Víkingur með stór­sigra

Pepsi Max-deildarlið Vals og Víkings unnu stórsigra á Reykjavíkurmótinu í dag. Valur vann 5-0 sigur á Þrótti Reykjavík á meðan Víkingur vann 6-2 sigur á ÍR.

Elías Már áfram á skotskónum

Elías Már Ómarsson skoraði eitt af þremur mörkum Excelsior í 1-3 útisigri liðsins á Top Oss í hollensku B-deildinni.

Bikarmeistararnir dottnir úr leik

Southampton og ríkjandi bikarmeistarar Arsenal mættust í fyrsta leik dagsins í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Wolves fær Willian Jose á láni

Wolves er sagt hafa gengið frá því að fá sóknarmanninn Willian Jose á láni frá Real Sociedad út tímabilið.

Valur og Fylkir unnu slagina um borgina

Tveir leikir fóru fram í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valur vann 6-1 sigur á nágrönnum sínum í KR á meðan Fylkir vann Þrótt Reykjavík 3-0.

Håland skoraði tví­vegis er Dort­mund tapaði gegn Gladbach

Borussia Dortmund tapaði 4-2 gegn Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fyrir leikinn hafði Dortmund unnið ellefu leiki í röð gegn Gladbach. Þar með fer Gladbach upp fyrir Dortmund í töflunni en liðin eru nú í 4. og 5. sæti.

Sara Björk lagði upp er Lyon fór tíma­bundið á toppinn

Sara Björk Gunnarsdóttir lagði upp eitt marka Lyon í 5-0 útisigri á Paris FC í dag. Sigurinn lyftir Lyon aftur upp í toppsæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Paris Saint-Germain á leik til góða og getur því náð toppsætinu á nýjan leik.

Er Pogba bara að auglýsa sig?

„Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum.

Zidane með veiruna

Zinedine Zidane, þjálfari Spánarmeistara Real Madrid í fótbolta, greindist með jákvætt sýni við sýnatöku vegna COVID-19.

María orðin leikmaður Man. Utd.

Norska landsliðskonan María Þórisdóttir er gengin í raðir Manchester United. Hún skrifaði undir samning við félagið til 2023 með möguleika á eins árs framlengingu.

Birta í Breiðablik

Birta Georgsdóttir er gengin í raðir Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur til Breiðabliks frá FH sem féll niður í Lengjudeildina síðasta sumar.

Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals

„Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni.

Ólafur Ingi tekinn við tveimur landsliðum

Ólafur Ingi Skúlason hefur verið ráðinn nýr þjálfari U19-landsliðs karla og U15-landsliðs kvenna í fótbolta en Knattspyrnusamband Íslands staðfesti þetta í dag.

FH-ingar endurheimta Teit

Teitur Magnússon, U19-landsliðsmaður í fótbolta, er kominn aftur til liðs við FH og hefur skrifað undir samning til tveggja ára við félagið.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.