Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2021 19:16 Davíð Örn mun leika í grænu næsta sumar. Breiðablik „Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni. Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Davíð á að baki sex tímabil með Víkingum í efstu deild og varð bikarmeistari með liðinu árið 2019. Hann hefur verið einn besti bakvörður landsins síðustu ár og því ekki að undra að bæði Breiðablik og Valur skyldu sækjast eftir honum í vetur. „Það er ekkert leyndarmál að ég hitti bæði þessi lið. Ég tók bara ákvörðun snemma í morgun. Ég leitaði í viskubrunn Óla Þórðar – hringdi í hann í morgun – og mér fannst gott að tala við hann. Ég var farinn að hallast að því að velja Breiðablik. Ég talaði við hann í góðan tíma og eftir það var ég sannfærður um ákvörðunina, það létti á manni og ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun,“ sagði Davíð við Vísi. Ólafur þjálfaði Davíð snemma á ferli þessa 26 ára gamla leikmanns og er í miklum metum hjá honum: „Ég hef nú ekki mikið heyrt í honum eftir að hann hætti hjá Víkingum á sínum tíma en þegar maður tekur svona stóra ákvörðun þá langaði mig að heyra í honum. Maður leitar til fyrri þjálfara og ég hef alltaf metið Óla mikils. Aðrir þjálfarar sem ég hef haft eru líka í þannig störfum að það kannski hentaði ekki. Það hefði ekki verið viðeigandi að heyra í Loga Ólafs [þjálfara FH] um þetta,“ sagði Davíð léttur. En það hefði líklega þurft talsvert til fyrir Ólaf að telja Davíð hughvarft. Davíð segir að sér lítist alla vega mjög vel á allt græna hluta Kópavogsins: „Ég var í raun ákveðinn í að fara í Breiðablik eftir að ég hitti þjálfarann. Mér leist vel á það sem er í gangi hjá félaginu og það hlutverk sem mér er ætlað. Ég held að ég passi vel þarna inn í hópinn,“ sagði Davíð. Verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt síðustu ár En hvað kom til að hann yfirgaf Víkinga? „Ég átti ár eftir af samningi við Víking en svo kom þessi áhugi upp á mér. Ég hafði hugsað með mér að ég myndi færa mig um set næsta haust þegar samningurinn væri búinn en þegar þessi áhugi kom upp þá fann ég að ég vildi breyta til. Ég hef verið tilbúinn að prófa eitthvað nýtt í 2-3 ár en aldrei látið verða af því fyrr en nú. En ég er mjög sáttur við það og þessa ákvörðun. Það hefur alls ekkert vantað upp á metnaðinn í Víkinni. Ég er klárlega að fara í Breiðablik til þess að berjast um titla en svo snýst þetta líka um það að ég var búinn að vera lengi í Víkingi. Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð sem ber sínum gömlu vinnuveitendum vel söguna: „Ég er mjög ánægður með hvernig Víkingarnir tækluðu þetta. Það skiptir mig miklu máli að skilja við félagið á góðum nótum, og sá skilningur sem ég hef mætt og hvernig þetta mál hefur verið unnið er til fyrirmyndar.“ Stend mig í grænu og þá er aldrei að vita hvað gerist Davíð er sem fyrr segir orðinn 26 ára en með hæfileika til að spila sem atvinnumaður og draumurinn um það lifir: „Það er alveg eitthvað sem að ég horfi enn til en ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekkert að yngjast. Ég held enn í von og ef það kemur eitthvað skemmtilegt upp þá er ég alltaf tilbúinn að skoða það, en til þess að það gerist þarf maður að standa sig. Ég ætla að standa mig í grænu treyjunni og þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Breiðablik hefur fest kaup a bakverðinum o fluga Davi ð Erni Atlasyni fra Vi kingi Reykjavi k. Davi ð O rn er 26...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, January 21, 2021
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira