Fleiri fréttir

Sigurmark Nani og gjafamarkið frá Gerrard - myndband

„Þetta mark var mikil gjöf," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, um fyrra mark Chelsea gegn Liverpool í dag. „Það er þó ekkert sem við getum gert í þessu. Við þurfum að horfa fram veginn."

Ronaldo tryggði Real Madrid sigur

Real Madrid heldur áfram að elta Barcelona en liðin berjast um spænska meistaratitilinn. Real er stigi á eftir Börsungum þegar þrjár umferðir eru eftir.

Björn og Birkir skoruðu í Noregi

Björn Bergmann Sigurðarson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir í norska boltanum í dag. Björn lék í 80 mínútur og skoraði annað mark Lilleström þegar liðið sigraði Sandefjord 4-0.

Xavi gæti misst af HM

Xavi, einn allra besti miðjumaður heims, gæti misst af HM í sumar vegna meiðsla. Hinn þrítugi miðjumaður Barcelona er með þriggja cm rifu á vöðva í kálfanum.

Gylfi skoraði í sigri Reading

Gylfi Sigurðsson skoraði þriðja mark Reading í 4-1 sigri á Preston í lokaumferð ensku 1. deildarinnar í dag.

Margrét Lára með mark og stoðsendingu í sigri Kristianstad

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri Kristianstad á Umeå IK í sænska kvennaboltanum. Kristianstad hefur náð í 10 stig út úr fyrstu fimm leikjum sínum undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og er í toppbarátunni í deildinni.

Harry Redknapp vill sjá Dawson á HM

Harry Redknapp, stjóri Tottenham er kannsi hlutdrægur í málinu en hann vill að Michael Dawson fari á HM frekar en Matthew Upson hjá West Ham.

Sjáðu þrumuskot Huddlestone á Vísi

Tom Huddlestone skoraði mark helgarinnar til þessa með þrusuneglu sinni gegn Bolton í gær. Með skotinu tryggði hann Tottenham þrjú stig.

Grant: Fratton Park er staður til þess að læra um sanna ástríðu

Það var tilfinningaþrungin stund þegar stuðningmenn Portsmouth kvöddu stjórann sinn Avram Grant í gær eftir síðasta heimaleik liðsns í bili í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth vann 3-1 sigur á Úlfunum í leiknum og Avram Grant hélt hjartnæma ræðu í leikslok.

FH-konur unnu b-deild Lengjubikars kvenna

Nýliðar FH í Pepsi-deild kvenna eru b-deildarmeistarar í Lengjubikar kvenna eftir að Haukum mistókst að vinna ÍBV í gær í lokaleik b-deildarinnar.

Roy Keane: Áfengi alltaf vandamál hjá írskum leikmönnum

Roy Keane, stjóri Ipswich og fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að áfengi hafi verið og muni alltaf verða vandamál hjá írskum fótboltamönnum. Það hafi verið hjá honum þegar hann var yngri og sé þannig einnig í dag hjá ungum löndum hans

Roma vann Parma og setti pressu á Inter

AS Roma komst aftur á toppinn í ítölsku A-deildinni í fótbolta eftir 2-1 sigur í dag. Roma er með eins stigs forskot á Inter Milan sem á morgun mætir Lazio á Ólympíuleikvanginum í Róm en það er líka heimavöllur AS Roma.

Redknapp: Þetta verður rosalegur leikur

Harry Redknapp og lærisveinar hans í Tottenham sitja áfram í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bolton í dag. Tottenham hefur eins stigs forskot á Manchester City fyrir innbyrðisleik liðanna á miðvikudaginn.

Leeds tapaði og tókst ekki að tryggja sig upp

Leeds United náði ekki að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að keppinautar þeirra í Millwall töpuðu 0-2 fyrir Tranmere. Leeds tapaði 0-1 fyrir Charlton á sama tíma og þarf því að bíða í eina viku eftir því að komast upp.

KR-ingar Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum

KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Blikum í úrslitaleiknum í Kórnum í dag. Þetta er í fjórða sinn sem KR vinnur deildabikarinn en félagið vann hann einnig 1998, 2001 og 2005. Blikar hafa hinsvegar tapað öllum þremur úrslitaleikjum sínum í deildabikarnum og þurftu að sætta sig við silfrið í keppninni annað árið í röð.

Ekkert nema stærðfræðin kemur í veg fyrir meistaratitil Bayern

Bayern München tryggði sér þýska meistaratitilinn í dag með 3-0 sigri á VfL Bochum þar sem keppinautar þeirra í Schalke 04 töpuðu á sama tíma 0-2 á heimavelli fyrir Werder Bremen. Bayern er með þriggja stiga og 17 marka forskot á Schalke þegar aðeins ein umferð er eftir.

Tottenham og Manchester City unnu bæði og berjast ein um 4. sætið

Tottenham og Manchester City unnu bæði leiki sína í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar með er orðið ljóst að baráttan um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina á næsta tímabilinu stendur á milli þessara tveggja liða. Aston Villa og Liverpool eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná fjórða sætinu en ekki mikið meira en það.

Verður Eiður Smári franskur bikarmeistari í kvöld?

Mónakó mætir Paris Saint Germain í kvöld í bikarúrslitaleiknum í Frakklandi en leikurinn fer fram á Stade de France. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrsta bikarleik Mónakó á tímabilinu og gæti því fengið franskan bikarmeistaratitil á ferilsskránna vinni Mónakó leikinn í kvöld.

KR og Breiðablik mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag

KR og Breiðablik spila til úrslita í Lengjubikar karla í Kórnum í dag en leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Sporttv. Blikar eru eina liðið sem hefur unnið KR á þessu ári og eiga Vesturbæingar því harma að hefna í dag.

Zoran Stamenic verður ekki með Grindavík í sumar

Miðvörðurinn Zoran Stamenic er hættur að spila með Grindavík en hann hefur verið hjá félaginu undanfarin tvö ár og var með liðinu á undirbúningstímabilinu. Þetta kom fram á vefmiðlinu Fótbolti.net.

Mancini: Við eigum eftir einn undanúrslitaleik og einn úrslitaleik

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar greinilega að treysta á það að Aston Villa verði að vinna á Eastlands í dag þegar liðin mætast í einum af lykilleikjunum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í Meistaradeildina. Stórleikur dagsins er á milli Manchester City og Aston Villa og hefst hann klukkan 14.00.

Eiður Smári segir sínum mönnum að vara sig á Bolton

Eiður Smári Guðjohnsen segir að Tottenham verði að passa sig á Bolton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir Bolton hafi litlu að keppa í leiknum. Tottenham getur með sigri tryggt sér góða stöðu í lokaumferðinni í baráttunni um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið.

Sjá næstu 50 fréttir