Fótbolti

Eggert aftur inn í liðið og Hearts vann dramatískan sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan leikinn þegar Hearts vann 2-1 útisigur í Edinborgar-slagnum á móti Hibernian í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Eggert hafði misst af síðasta leik vegna leiksbanns.

Hearts fór upp í sjötta sætið með þessum sigri og er nú aðeins þremur stigum á eftir Hibernian-liðinu sem er í fimmta sæti. Þetta er fyrsta tímabilið í sjö ár þar sem Hearts-liðið tapar ekki leik á móti nágrönnum sínum í Hibernian.

Hearts lenti 1-0 undir en skoraði tvö mörk á síðustu 18 mínútum leiksins þar ámeðal kom sigurmarkið frá David Obua á 89. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×