Enski boltinn

Eiður Smári segir sínum mönnum að vara sig á Bolton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Tottenham verði að passa sig á Bolton í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir Bolton hafi litlu að keppa í leiknum. Tottenham getur með sigri tryggt sér góða stöðu í lokaumferðinni í baráttunni um fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið.

„Bolton-menn mun sína fagmennsku. Þeir hafa kannski ekkert að spila fyrir í töflunni en þeir munu spila fyrir stoltið og ætlar sér að enda tímabilið á góðum nótum," sagði Eiður Smári sem spilaði á sínum tíma tvö tímabil með Bolton.

„Þeirra markmið í þessum leik hlýtur að vera að enda tímabilið eins og sannir atvinnumenn og reyna að eyðileggja partýið okkar. Við verðum að passa upp á að þeir geri það ekki og munum reyna að spila eins og við gerðum í bikarleiknum á móti þeim fyrr í vetur," sagði Eiður.

„Þeir eru búnir að gera vel í að sleppa út úr fallsætunum og ég ber taugar til félagsins þannig að ég er ánægður með að þeir verði áfram í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Ég verð líka ánægður með að senda þá stigalausa heima," sagði Eiður.

„Við verðum að líta á okkur sem nógu stóra leikmenn og nógu stórt lið til þess að stíga þetta síðasta skref og koma félaginu í Meistaradeildina. Það bíður okkar yndisleg verðlaun takist það því þá erum við komnir í forkeppni Meistaradeildarinnar og í hóp bestu klúbbanna í Evrópu," sagði Eiður.

Eiður Smári var síðan að sjálfsögðu spurður út í framhaldið og hvort hann vildi ekki spila áfram með Tottenham komist liðið í Meistaradeildina.

„Við verðum bara að sjá hvernig málin þróast. Ég verð að einbeita mér að þessum síðustu leikjum og reyna að gera allt til þess að hjálpa liðinu. Við sáum síðan til hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Eiður að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×