Enski boltinn

Sigurmark Nani og gjafamarkið frá Gerrard - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard gerði ansi slæm mistök í dag.
Steven Gerrard gerði ansi slæm mistök í dag.

„Þetta mark var mikil gjöf," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, um fyrra mark Chelsea gegn Liverpool í dag. „Það er þó ekkert sem við getum gert í þessu. Við þurfum að horfa fram veginn."

United er einu stigi á eftir Chelsea en lokaumferðin verður leikin um næstu helgi. United tekur á móti Stoke á meðan Chelsea fær Wigan í heimsókn í lokaumferðinni.

„Það eina sem við getum gert er bara að einbeita okkur að því að vinna næsta leik og sjá hverju það skilar okkur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United en liðið þarf að treysta á að Wigan taki stig af Chelsea. „Mér finnst Wigan hafa sterkt lið og allt getur gerst í fótboltanum," sagði Ferguson.

Á Vísi er hægt að nálgast svipmyndir úr öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni en til þess að sjá það helsta úr leikjum dagsins geturðu smellt hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×