Enski boltinn

Benítez skoraði á afmælisdaginn og Birmingham vann Burnley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sjálfsmark Brian Jensen er hér í uppsiglingu.
Sjálfsmark Brian Jensen er hér í uppsiglingu. Mynd/AP

Birmingham vann 2-1 sigur á Burnley í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var síðasti heimaleikur Birmingham á St. Andrews og í fyrsta sinn sem liðið skorar meira en tvö mörk á heimavelli í vetur.

Sjálfsmark Brian Jensen, markvarðar Burnley og mark frá Cristian Benítez komu Birmingham-liðinu í 2-0 fyrir hálfleik en Steven Thompson minnkaði muninn undir lok leiksins.

Burnley var þegar fallið úr deildinni fyrir þennan leik en Birmingham festi sig hinsvegar í sessi í 9. sætinu þar sem liðið er nú með sex stiga forskot á Sunderland og Blackburn sem eiga bæði leik inni.

Cristian Benítez skoraði þarna á 24 ára afmælisdaginn sinn en síðastur til að gera það í ensku úrvalsdeildinni var Everton-maðurinn Tim Cahill sem gerði það í 2-2 jafntefli við Tottenham 6. desember 2009 eða sama dag og fagnaði þrítugs afmæli sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×