Enski boltinn

Grant: Fratton Park er staður til þess að læra um sanna ástríðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avram Grant þakkar stuðningsmönnunum fyrir.
Avram Grant þakkar stuðningsmönnunum fyrir. Mynd/AFP
Það var tilfinningaþrungin stund þegar stuðningmenn Portsmouth kvöddu stjórann sinn Avram Grant í gær eftir síðasta heimaleik liðsns í bili í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth vann 3-1 sigur á Úlfunum í leiknum og Avram Grant hélt hjartnæma ræðu í leikslok.

„Ef að ég gæti tekið í höndina á ykkur öllum þá myndi ég gera það. Ef einhver í heiminum vill kynnast sannri ástríðu og hollustu þá er Fratton Park er staðurinn," sagði Avram Grant en stuðningsmenn félagsins hafa átt um sárt að binda í öllum fjárhagvandræðum félagsins.

„Þeir geta tekið stig af okkur og sett liðið í bann en þeir geta aldrei eyðilagt andann sem ríkir hér. Ég endurtek aldrei. Eftir tvær vikur munum við öll, leikmenn, stuðningsmenn og starfsfólk mæta á Wembley með merki sem stendur á: Við gerðum þetta, Við gerðum þetta," sagði Avram Grant.

Portsmouth mætir Chelsea í bikarúrslitaleiknum á Wembley sem fer fram laugardaginn 15. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×