Enski boltinn

McLeish: Vildum fá einn eins og Van der Sar og fengum hann í Joe Hart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart.
Joe Hart. Mynd/AP
Alex McLeish, stjóri Birmingham, var mjög ánægður með 2-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn kom liðinu upp í 50 stig og sá til þess að Birmingham lék síðustu 15 heimaleiki tímabilsins án þess að tapa.

„Við vildum endilega komast upp í 50 stig og það var mjög mikilvægt að framlengja þetta frábæra gengi á heimavelli. Það er meiriháttar afrek að tapa ekki hérna síðan í september," sagði Alex McLeish.

„Við ætluðum okkur að ná í stig að meðaltali í leik á tímabilinu en við hefðum getað náð í enn fleiri stig. Spilamennskan hefur verið góð að undanförnu en það hefur ekki gengið eins vel að ná í góð úrslit," sagði Alex McLeish og hrósaði mikið markverðinum Joe Hart sem hefur verið í láni frá Manchester City á þessu tímabili.

„Fólk var að tala um að Edwin van der Sar væri að bjarga fimmtán stigum fyrir Manchester United á tímabili. Við vildum fá einn eins og Van der Sar og fengum hann í Joe Hart," sagði McLeish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×