Enski boltinn

Redknapp: Þetta verður rosalegur leikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AFP
Harry Redknapp og lærisveinar hans í Tottenham sitja áfram í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Bolton í dag. Tottenham hefur eins stigs forskot á Manchester City fyrir innbyrðisleik liðanna á miðvikudaginn.

„Við förum til Manchester City í góðum gír og það er allt undir í þessum leik," sagði Harry Redknapp en City vann 3-1 sigur á Aston Villa í sínum leik í dag.

„Þetta verður rosalegur leikur og þeir eru með frábært lið sem er að spila vel. Við höfum eins stigs forskot svo að við förum þangað með það í huga að fá eitthvað út úr leiknum," sagði Redknapp.

„Við getum tryggt okkur inn í Meistaradeildina með sigri og það er útaf svona leikjum að maður stendur í þessu. Við verðum tilbúnir í þennan leik. Þetta er búið að vera frábært tímabil og við eigum skilið að vera þar sem við erum. Við verðum bara að klára verkefnið," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×