Enski boltinn

Fyrsti sigur Fulham á West Ham síðan 1966

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Dempsey fagnar fyrsta markinu.
Dempsey fagnar fyrsta markinu. Nordicphotos/Getty

Þrátt fyrir hetjulega baráttu tapaði West Ham enn einum leiknum í deildinni í dag, nú gegn Fulham á útivelli 3-2.

Clint Dempsey kom Fulham yfir á lokasekúndum fyrri hálfleiks og sjálfsmark frá Carlton Cole tvöfaldaði forystu liðsins á 58. mínútu.

Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cole í rétt mark og minnkaði muninn í 2-1. Stefano Okaka rúllaði boltanum í netið á 79. mínútu og kom Fulham í 3-1.

Guillermo Franco minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en lengra komst West Ham ekki.

Þetta var fyrsti sigur Fulham á West Ham í deildinni síðan 1966.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×