Fótbolti

Xavi gæti misst af HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Nordicphotos/Getty
Xavi, einn allra besti miðjumaður heims, gæti misst af HM í sumar vegna meiðsla. Hinn þrítugi miðjumaður Barcelona er með þriggja cm rifu á vöðva í kálfanum.

Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 4-1 sigri Barcelona um helgina og hann spilar því meiddur þessa dagana.

„Xavi er að spila meiddur og gæti misst af HM vegna meiðslanna," sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Xavi bætti svo sjálfur við.

„Ég er með mörg lítil meiðsli en það er mikið undir hjá liðinu," sagði Xavi sem var valinn besti leikmaður EM árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×