Enski boltinn

Mancini: Nú getum við mættir fullir sjálfstraust á móti Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna sigrinum í dag.
Leikmenn Manchester City fagna sigrinum í dag. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var himinlifandi eftir 3-1 sigur sinna manna á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta var mikilvægur sigur en þetta er ekki búið. Við fáum einskonar úrslitaleik á móti Tottenham á miðvikudaginn," sagði Roberto Mancini en sigrar Tottenham og Manchester City í dag þýðir að Tottenham hefur eins stigs forskot fyrir innbyrðisleik þeirra í Manchester á miðvikudaginn.

„Þetta verður mikilvægasti leikur félagsins í tíu ár og það er mjög stór leikur framundan hjá okkur," sagði Roberto Mancini.

„Við spiluðum vel í dag og skoruðu tvö góð mörk í fyrri hálfleik. Ég var ánægður með mína leikmenn í dag. Það sem skiptir þó mestu máli er að við unnum þennan leik og nú getum við mættir fullir sjálfstraust á móti Tottenham," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×